Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 122
120
tTRVAL
hryllti við því og horfði á Pru-
dence hella því í sig.
— Varaðu þig, að þér verði
ekki illt, sagði hann.
Hann blygðaðist sín fyrir að
vera þama. Það gerði ekkert til
með hina — ungu, einkennis-
klæddu mennina. Æskan gat
ekki saurgast af því — en
hann . . .
Hann horfði á stúlkurnar —-
atunkunarverðar í óhreinum
samkvæmiskjólum. Engin þeirra
hefði getað hrifið nokkurn karl-
mann — ófullan. Prue var eina
heiðvirða stúlkan þarna inni.
— Veslings tuskurnar, sagði
harni.
— Vertu ekki að ásaka þær,
sagði hún. — Eigum við að fá
okkur annan?
Hann furðaði sig á rödd henn-
ar. En hann kinkaði kolli. Hann
gat ekki skammast. Maður, sem
bauð dóttur sinni út — hann gat
ekki hætt í miðju kafi og gerzt
íhaldssamur faðir.
Hann horfði á hana drekka.
Þau urðu þögul.
— Það þýðir ekkert, sagði
hún allt í einu. Hann leit upp
og ætlaði að brosa. Þá sá hann
andlit hennar.
— Heyrðu, Prue — góða,
gráttu ekki.
— Það gerir ekkert til, sagði
hún. Þeir eru vanir við grátandi
kvenfólk á svona stöðum. Það
tekur enginn eftir því.
Hún tók við vasaklútnum,
sem hann bauð henni, og þurrk-
aði sér í framan.
— Hve lengi getur hann lif-
að, spurði hún.
— Ja — hann er . . .
— Haltu áfram, sagði hún.
— Ég veit það. Ég fór irm í
skurðstofuna og horfði á, og
heyrði til þin.
Hann laut höfði.
— Já — ég fann á mér að þú
varst viðstödd.
Hún leit á hann brosandi.
— Veslingurinn. Þú vissir, að
dóttir þín var viðstödd — og þú
vissir líka, að það gat ekki
breytt neinu.
Hann þagði.
— Er ómögulegt að hjálpa
honum ?
— Það eina, sem við getum
gert — er að gefa honum sulfa-
lyf fjórum sinnum á dag, sagði
hann.
— Hvað skeður svo ?
— 1 fyrramálio raun hann
virðast mikið betri. Það stafar
af því, að þrýstingurinn frá
blæðingunni hefir minkað. Hann
verður alveg með sjálfum sér
— og líður vel.
— Og svo?
— Undir kvöldið má búast
við að viss einkenni komi 1 ljós.
Hitinn hækkar. Öráð með köfl-
um.
— Og svo ?
Hann hélt áfram eins og hann
væri að halda fyrirlestur.
— Næsta sólarhringinn mun
hitinn fara hækkandi. Tólf
klukkustundum síðar verður
hann orðinn mjög hár og sjúid-
ingurinn fellur í mók . . .