Úrval - 01.02.1948, Blaðsíða 4

Úrval - 01.02.1948, Blaðsíða 4
2 ÚRVAL legt fyrirbrigði, sérstætt fyrir sjálfan mig og nokkrar aðrar einmana sálir, heldur sé hún ó- hjákvæmilegasta höfuð-sann- reynd mannlífsins. Þegar athug- uð eru orð og gerðir og frásagn- ir allskonar fólks — ekki einung- is sorg og ofsagleði stórskáld- anna, heldur og hin mesta ó- hamingja venjulegra manna, sem kemur fram í flóði skamm- aryrða, óbeitar, fyrirlitningar, tortryggni og andúðar, er mæt- ir eyrum vorum frá múginum á götum úti — þá hygg ég, aö allir þjáist af hinu sama. Ein- veran er frumorsök að harma- kveinum manna. En þó að reynsla mín af ein- verunni hafi ekki verið í eðli sínu ólík slíkri reynslu annarra manna, þá grunar mig, að hún hafi verið sárari. Þetta gefur mér hinn fyllsta rétt til að rita um þessi almennu harm- kvæli vor mannanna, því að ég er þeirrar skoðunar, að enginn af kynslóð minni þekki þau bet- ur en ég. Þegar ég skrifa þetta, er ég aðeins að segja frá stað- reynd, eins og hún kemur mér fyrir sjónir, þótt ég þykist vita, að það muni bera svip hroka eða hégómaskapar. Áður en menn draga þá ályktun, ættu þeir að íhuga, hve skrítið það væri, að hitta fyrir slíkan hroka hjá manni, sem hefur lifað í jafn-mikilli einveru og ég. Ekk- ert eyðir hégómaskapnum eins vel og einveran, af því að þeir, sem dvelja við hjartarætur hennar, eru alltaf ánetjaðir efanum. Minnimáttarkenndin skellur yfir oss aftur og aftur í einverunni og kaffærir oss á svipstundu í eitruðu flóði skelf- ingar, vantrúar og hryggðar, sem sýkir og eyðir heilbrigði vorri og öryggi, og eys auri yfir blóm hinnar fagnandi gleði. Og af þessu er leidd hin eilífa mót- sögn, að maður, sem eigi að þekkja hina sigri fagnandi sköp- unargleði verði að gefa sig á vald einverunni, þjást svo af henni, að hún ræni hann heil- brigði, öryggi, trú og gleði, sem er skilyrði þess, að hann gali skapað verk. Sá, sem lifir í einveru eins og ég hef gert, þarf að eiga trúar- traust, kyrrláta trú hins heilaga munks, styrkleika blágrýtis- bjargs. Þegar þetta vantar, koma fyrir þær stundir, er allt og ekkert, hinir smávægilegustu atburðir og orð, sem sögð eru algerlega af tilviljun, geta sleg- ið á svipstundu öll vopn úr hönd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.