Úrval - 01.02.1948, Blaðsíða 89

Úrval - 01.02.1948, Blaðsíða 89
ÉG TRTJI Á SKYNSEMINA OG MANNINN 87 lögmálsins." Það er margt hægt að finna að Búddatrúnni. En engin búddatrúarfélagsskapur hefur skipulagt hernað eins og kaþólska kirkjan skipulagði krossferðirnar. Ég er mótmæl- andi. Það er að segja, ég mót- mæli kenningum kaþólsku kirkj- unnar. Mótmæli mín beinast einkum að starfsemi kirkjunn- ar á alþjóðavettvangi, og mér er því miður fyrirmunað að gefa frekari skýringu á þeim í þessum erindaflokki. Ég vík nú að hinni jákvæðu hlið á trú minni. Það er ekkert spaug að vera guðleysingi, því að af því leiðir, að maður finnur sig ábyrgan fyrir framtíð heimsins. Ég verð sjálfur að gera það, sem mér er unnt, því að ég trúi því ekki, að nein yfir- náttúrleg vera geri það fyrir mig. Þvert á móti tel ég, að af- leiðinga illverka minna eða leti gæti um alla eilífð. Ég get ekki bætt fyrir þau með iðrun eða neinskonar helgiathöfnum. Ég trúi því, að á öllum mönnum hvíli skyldur, og mikilvægust þeirra allra sé skyldan til að vinna fyrir samfélag það, sem við erum meðlimir í. Ég trúi því, að allir menn hafi réttindi, því að réttindi eru ekki annað en skyldur, skoðaðar frá öðru sjónarmiði. Einnig má orða það þannig, að eins réttur sé annars skylda. Ég veit ekki, hvernig ég á að fara að því að fella þessa trú mína og önnur trúaratriði mín í skorður heilsteypts heim- spekikerfis. Þetta raskar ekki ró minni, því að ég veit ekki hvernig á að finna samræmið milli rafsegulaflsins og þyngd- araflsins, og skammt er síðan samræmið milli samdráttarafls frumeindanna (chemical affin- ity) og rafsegulaflsins fannst. Ég trúi því, að nálega öllum sé ljóst, að þeir hafi skyldur og réttindi á sama hátt og öllum er ljós tilvera heimsins. Ef við lifum í slæmu samfélagi, gerum við okkur ef til vill ekki ljósa grein fyrir skyldum okkar og réttindum, og okkur geta orðið á alvarleg mistök; en við get- um alls ekki lifað í samfélagi án þess að gera okkur einhverja grein fyrir þeim. Þessi skyldu- tilfinning er ekki sprottin af guðstrú. Þvert á móti; þegar barni er sagt, að guð sé góður, veit það, hvað átt er við með „góður“. Við lærum skil á góðu og illu við að lifa í samfélagi. Trúarbrögðin voru mönnun- um nytsamleg í fornöld, því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.