Úrval - 01.02.1948, Blaðsíða 5

Úrval - 01.02.1948, Blaðsíða 5
EÐLI EINVERUNNAR 3 om mér, gert hönd mína visna, fyllt hjarta mitt skelfingu og lostið innyflin titrandi vanmætti. Stundum er það ekki annað en að ský dregur fyrir sólu, stundum bara húmbirta ágúst- mánaðar, eða hinn augljósi, sí- kviki ljótleiki og óhreinu dyggð- ir Brooklyn-gatnanna, sem blikna í þessari húmbirtu, er dregur fram óþolandi eymd ara- grúa vændiskvenna og almúga- manna. Stundum er það aðeins gróðurlaus hryllingur hrárrar steinsteypunnar, eða ákafur blástur miljóna véldýra, sem þjóta um skrælþurr strætin, eða hin sindrandi óþolinmæði á bið- stöðvunum, eða skellandi brot- hljóð og skarkaii gatnanna, eða þjótandi manngrúi jarðarinnar, sem ryður sér þindarlaust áfram í æsandi ofsa, og er á þönum til einskis staðar. Svo getur það líka verið að- eins setning, augnatillit, lát- bragð. Kinkað er kolli í virðu- leik á götunni, en það er eins og hreyfingunni f ylgi þessi setn- ing: „Þú ert einskisverður." Eða það getur verið háðsyrði og útskúfun gagnrýnanda í mikils- metnu riti. Eða bréf frá konu, þar sem sagt er, að ég sé glat- aður og að engu orðinn; hæfi- leikar mínir fjaraðir út, öll mín átök óheil og gagnslaus — af því að ég hafi yfirgefið vegu sannleikans, draumsýn og veru- leika, sem er á fagran hátt af hennar heimi. Og stundum er það minna en þetta, — ekkert, sem ég get þreifað á eða séð eða heyrt eða munað með vissu. Það getur ver- ið svo óljóst, að um sé að ræða nokkuskonar veðuraftök sálar- innar, kænlega slungin hungrinu ofsanum og vonlausustu þránni, sem ég hef þekkt í lífi mínu. Eða hálfgleymd minning um vetrarroða sólarlagsins á köld- um og bleikum sunnudagskvöld- um í Cambridge, og fölt, við- kvæmt listamannsandlit, sem hélt mér einu sinni í alvarleg- um samræðum á slíku sunnu- dagskvöldi í Cambridge, og sagði mér, að allar æskuvonir mínar væru aumkunarverð villuljós og líf mitt væri unnið fyrir gýg, og rauðbleikt ljós marzmánaðar lék um fölt andlitið með auðn vanmáttarins, sem á samri stundu slökkti brunann í blóði mínu. Sökum þessara veðra- og ljós- blika og kulda og háðsyrða virðulegs, glottandi fólks, hverf- ur öll gleði og söngur dagsins,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.