Úrval - 01.02.1948, Blaðsíða 10

Úrval - 01.02.1948, Blaðsíða 10
8 tJRVALi mannsins, þannig eru og ailar toækur Gamla-testamentisins í heild sinni víðfeðmustu og dýpstu bókmenntir, sem heim- urinn þekkir um mannlega ein- veru. Það er undursamlegt, með hve samtvinnuðum anda og trú lífi einverunnar er lýst í þessum mörgu bókum — hve fullkom- lega henni eru gerð skil í sálm- um og söngvum og spádómum, frásögnum svo margra og ólíkra manna, þar sem hver dregur fram nýja hlið á leyndasta og einmanalegasta hjarta manns- ins, og allir sameinast um að skapa eina mynd af einveru hans, sem er óviðjafnanleg í mikilleik sínmn. Hin fullkomna eining um þessa skynjun á einveru manns- ins í bókum Gamla-testamentis- ins, veldur manni enn meiri furðu, þegar hafinn er lestur Nýja-testamentisins, því að eins og Gamla-testamentið verður frásagnir af lífi í einveru, þá verða guðspjöll Nýja-testa- mentisins, með sama undursam- lega samræminu, frásagnir um líf í kærleika. Það sem Kristur er alltaf að segja, það sem hann lætur aldrei undir höfuð leggj- ast að segja, það sem hann seg- ir þúsund sinnum og á þúsund mismunandi vegu, alltaf í ein- lægni trúarinnar, það er þetta: ,,Ég er sonur föður míns og þið eruð bræður mínir.“ Og band- ið, sem bindur okkur öll saman, það sem gerir þessa jörð að f jöl- skyldu, og alla menn bræður og syni guðs, er kærleikurinn. Höfuðtakmark lífs Krists er því að eyða lífi einverunnar og koma á lífi kærleikans á jörð- unni. Það ætti öllum að vera augijóst, þegar Kristur segii’: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki." „Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða.“ „Sælir eru miskunnsamir, því, að þeim mun miskunnað verða.“ — Kristur er hér ekki að lofsyngja verð- leika auðmýktar, sorgar og miskunnar, sem dyggða í sjálfu sér, en hann heitir þeim mönn- um, sem eru búnir þessum dyggðum, ríkulegustu launun- um, er mönnum hefur nokkuru sinni verið heitið, — hann lofar ekki einungis, að þeir skuli erfa jörðina, heldur einnig konungs- ríkið á himnum. Þetta var lokatilgangurinn í lífi Krists, markmið kenningar hans. Og aðalinntak hennar var, að lífi einverúnnar væri hægt að tortíma að eilífu með lífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.