Úrval - 01.02.1948, Page 44

Úrval - 01.02.1948, Page 44
42 TJRVALi iun; hann er stór, hvítur og lýsir skært móti biksvörtum himninum. Mér finnst ég kann- ast við svipinn. Jú, einmitt, það er jörðin! Hún minnir mig á jarðlíkanið í bókasafninu heima, en hún er ekki marglit — aðeins hvít og björt. Og þarna er tunglið, eins og tryggur hundur. Stjörnurnar glitra eins og gimsteinar á svörtum flauelsgrunni. Gamli maðurinn fyrir fram- an mig snýr hrukkóttu andlit- inu að mér. „Það er engin hætta á að við rekumst á loftsteina," segir hann. „Það er minni hætta en var að verða fyrir bíl fyrir 50 árum. Líkurnar til þess að eldflaug af þessari stærð rekist á loftstein, sem vegur eitt milli- gramm, eru einu sinni á fimm- tíu árum, og einu sinni á miljón árum, ef hann er stór. Auk þess er mér kunnugt, að þessi eld- flaug er brynjuð plötum, sem loka sér sjálfkrafa, ef gat kem- ur á þær.“ „Það er ekki aðalhættan við þessar eldflaugar," segi ég. „Lendingin er miklu hættu- legri.“ „Vandamálin voru fleiri, sem leysa þurfti,“ sagði sá gamli. „Geimgeislar, rafsegulsvið o. fl. Við verðum enn að tefla á tvær hættur eins og Kolumbus og Magellan í gamla daga. Við er- um eins konar landkönnuðir." Ég á bágt með að þola þenn- an þekkingargorgeir í gamla manninum og það grípur mig löngun til að stríða honum dá- lítið. „Þér, sem virðist vera svo margfróður um eldflaugar,“ segi ég, „getið þér ekki sagt mér, hvernig umhorfs er á Venusi?" Gamli maðurinn hristir höf- uðið og lítur vandræðalega á þá ljóshærðu. „Þér vitið, að það er bannað að segja slíkt,“ segir hún. „Þér gáfuð sjálfur hátíð- legt loforð um að segja aldrei neinum frá því, sem þér sæuð þar.“ „Er það svo hræðilegt?“ spyr ég kvíðafullur. „Nei, alls ekki,“ segir sú Ijós- hærða. „Það er bara öðruvísi en við erum vön. Ástæðan er sú, að við viljum ekki, að neinar kviksögur komist á loft um Venus. Við viljum, að fólk komi sjálft og sjái allt með eigin aug- um. Þessi leynd fælir kannske sumt fólk frá að fara. En slíkt fólk viljum við helzt vera laus við. Við viljum fá fólk, sem vill
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.