Úrval - 01.02.1948, Side 80

Úrval - 01.02.1948, Side 80
78 tJRVAL ing annarra manna sé einnig takmörkuð, og að enginn geti fært fram gildar sannanir fyrir því, að atburðarásin í alheimin- um hafi yfirleitt nokkurn til- gang. Þær mjög svo ófullkomnu niðurstöður, sem við höfum komizt að til þessa, benda til hins gagnstæða. Þær virðast benda til þess, að dreifing ork- unnar í heiminum sé sífellt að verða jafnari, en allt, sem tal- izt getur til verðmæta, byggist einmitt á ójafnri dreifingu. Við getum því búizt við, að áður en lýkur muni komast á óum- breytanlegt jafnvægi, sem halda muni áfram að eilífu, án þcss nokkuð skeði, sem talizt geíur markvert. Ég fullyrði ekki, að þannig muni fara; ég fuilyrði einungis, að eins og þekkingu okkar er nú háttað, sé það senni- legasta getgátan. Ef við gætum trúað á ódauð- leikann, mundum við geta hrist af okkur þennan ömurleik efnis- heimsins. Við gætum sagt, að þótt sálir okkar séu bundnar af lögmálum efnisheimsins á með- an þær dvelja hér á jörðinni, þá hverfi þær við dauðann inn í eilífan heim, handan við drott- inveldi þeirrar hrörnunar, sem vísindin virðast opinbera okkur í skynheimi okkar hér á jörðinni. En það er ekki hægt að trúa þessu nema við gerum ráð fyrir, að maðurinn sé gerð- ur af tvennu: sál og líkama, sem hægt sé að skilja að og lifað geti áfram óháð hvort öðru. Því miður benda allar líkur í gagn- stæða átt. Hugurinn þroskast. eins og líkaminn, eins og líkam- inn erfir hann eiginleika frá báðum foreldrum; líkamlegir sjúkdómar bitna einnig á hon- um og lyf hafa áhrif á hann; hann er nátengdur heilanum. Það er engin vísindaleg ástæða til að ætla, að eftir dauðann geti sálin eða hugurinn öðlast það sjálfstæði gagnvart heilanum, sem þau höfðu ekki í lifanda lífi. Ég fullyrði ekki, að þessi rök- semdafærsla sé ótvíræð og end- anleg, en hún er sú eina, sem hægt er að fara eftir að frátöld- um hinum mjög svo hæpnu sönnunum sálarrannsóknanna. Margir óttast, að án hinnar fræðilegu trúar, sem ég finn mig nauðbeygðan til að hafna, muni sú siðferðistrú, sem ég aðhyllist ekki geta lifað. Þeir benda á þá grimmd, sem hvað eftir annað hefur brotizt út í andstöðu við kristna trú. En þessi grimmd,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.