Úrval - 01.02.1948, Side 91

Úrval - 01.02.1948, Side 91
ÉG TRÚI Á SKYNSEMINA OG MANNINN 89 miljón mismunandi dýrategund- ir, og margar þeirra svo smá- gerðar, að ekki er hægt að sjá þær nema í smásjá, hætta að trúa sögunni af örkinni hans Nóa, og ef til vill hætta líka að trúa því sem þeim var kennt um morð og þjófnað. Ég trúi því ekki, að við getum nokkurn tíma komizt að öllum sannleika um neitt; en með vís- indalegum aðferðum getum við höndlað æ meira af honum. Sér í lagi getum við beitt vísinda- legum aðferðum við rannsóknir á okkur sjálfum, og það eigum við einkum tveim mönnum að þakka, þeim Pasteur og Marx. Pasteur beitti vísindalegum að- ferðum við líkamlega sjúkdóma mannsins, Marx beitti þeim við félagslega sjúkdóma. Ég ætla ekki að tala um Marx hér. Ég ætla að tala um Pasteur og hin- ar stórkostlegu framfarir í heilsuvernd, sem hann átti mest- an þátt í. Kringum 1780 dó helmingur af börnum Nott- inghamborgar á Englandi áður en þau náðu átta ára aldri. Á- standið var sennilega enn verra í London. Árið 1348 dó milli þriðjungur og helmingur allra Englendinga úr svartadauða. Með vísindalegum aðferðum hefur tekizt að koma í veg fyr- ir, að slíkt endurtaki sig. Ritchie prófessor sagði ykkur, að „nokkrar umbætur, flestar ómerkilegar" hefðu verið gerð- ar á síðari tímum. Ég álít það ekki „ómerkilegt," að okk- ur hefur tekizt að bjarga frá dauða öðru hverju bami, sem fæðist. Þvert á móti álít ég, að það sé ákaflega mikilvægt, og þeir, sem álíta það „ómerki- legt,“ verða ekki góðir áróðurs- menn fyrir trúarskoðanir sínar þegar til lengdar lætur. Jafnvel þó að hundrað sinnum fleiri Bretar yrðu drepnir með kjarn- orkusprengjum í næstu styrj- öld heldur en drepnir voru með tundursprengjum og eldsprengj- um í þeirri síðustu, yrði það að- eins lítill hluti í samanburði við þau líf, sem heilsuverndarstarf- semin hefur bjargað á þessari öld. Ég trúi á vísindalegar aðferð- ir. Þetta er ekki alveg sama og að segja, að ég trúi á skynsem- ina, þó að ég geri það vissulega. Það er ekki nóg að við hugsum og ályktum skynsamlega. Við verðum stöðugt að bera álykt- anir okkar saman við stað- reyndirnar til að sjá, hvort þær
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.