Úrval - 01.02.1948, Síða 108

Úrval - 01.02.1948, Síða 108
TILLOTSON-S AMSÆTIÐ QPODE var ekki uppskafning- ^ ur; hann var of greindur og of heiðarlegur til þess að vera það. Ekki uppskafningur; en samt sem áður gat hann ekki komizt hjá að finna til ánægju við þá tilhugsun, að hann væri að borða miðdegisverð með Badgery lá- varði. Hann fann, að þetta var stórviðburður í lífi hans, spor í áttina til lokasigursins, í félags- legum, efnalegum og bók- menntalegum skilningi, en hann hafði einmitt komið til London, til þess að vinna þann sigur. Her- bragðið, að sigra Badgery og ná honum á vald sitt, var eitt þýð- ingarmesta atriðið í baráttunni. Edmund, hinn fertugasti og sjöundi barón Badgeryættarinn- ar, var kominn í beinan karllegg af þeim Edmundi, sem sté á enska grund með Vilhjálmi sig- ursæla. Badgeryættin hafði hlot- ið aðalstign, og var ein þeirra fáu ætta, sem höfðu lifað af Rósastríðin og önnur urnbrot og erjur enskrar sögu. Badgery- ættin var skynsöm. Enginn af Badgeryætt hafði nokkru sinni tekið þátt í stríði, enginn Bad- gerymaður hafði skipt sér af stjórnmálum. Badgeryfólkið hafði látið sér nægja að lifa í ró og næði og auka kyn sitt í hinum stóra normannska kast- ala sínum, er var umgirtur þrem virkisgröfum, og það gerði ekki útrás þaðan, nema til þess að heimta inn landsskuldir. Á átjándu öld, þegar lífið var orð- ið tiltölulega rólegt, fóru Bad- gerymenn að hætta sér út á meðal fólks. Þeir breyttust úr búralegum óðalsbændum í grands seigneurs, listunnendur og vemdara listamanna. Eignir þeirra voru miklar og þeir voru auðugir; og auður þeirra óx með þróun iðnaðarins. Þorpin á landareign þeirra urðu að iðnað- arborgum; og kol fundust í jörðu, þar sem áður voru hrjóstrugir móar. Um miðja nítjándu öld var Badgeryættin orðin ein af auðugustu og göfug- ustu ættum Englands. Fertug- asti og sjöundi baróninn hafði að minnsta kosti tvö hundruð þúsund sterlingspunda árstekj- ur. Samkvæmt hefðbundinni venju Badgeryættarinnar, skipti hann sér hvorki af stjórnmálum né styrjöldum. Hann eyddi tím-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.