Úrval - 01.02.1948, Side 124

Úrval - 01.02.1948, Side 124
122 tTRVAL um, en sat eins og steingerving- ur og starði út í bláinn. Þegar Spode og Tillotson komu út úr húsinu, kváðu við óp, blandin hæðni og lotningu. Þau þögn- uðu, þegar þeir stigu upp í bif- reiðina, „Til Café Bomba“, sagði Spode. Rolls-Roycebifreið- in varpaði öndinni og mjakaðist af stað. Bömin æptu aftur, hlupu á eftir bifreiðinni og veif- uðu handleggjunum í æsingi. Þá var það að Tillotson hallaði sér fram í sætinu og kastaði þrem síðustu koparskildingunum sín- um út yfir barnahópinn, með ólýsanlega göfugum tilburðum. IV. Gestirnir voru að safnast saman í samkvæmissalnum í Café Bomba. Gullskreyttir speglarnir spegluðu einkennileg- an mannsöfnuð. Ráðsettir og lærðir málarar gutu augunum tortryggnislega til unglinga, sem þá gmnaði og með réttu, að væru villuráfandi sauðir í list- rænum efnum, forgöngumenn impressionistiskra málverka- sýninga. — Andstæðir lista- gagnrýnendur, sem stóðu þarna allt í einu augliti til auglitis, titr- uðu af niðurbældri reiði. Frú Nobes, frú Cayman og frú Man- dragore, sem aldrei þreyttust á listamannaveiðum sínum, komu hver annari á óvart í þetta vel- birga veiðidýrasafn, þar sem þær, hver um sig, höfðu búizt við að fá að vera einar um hituna, og þær urðu bálreiðar. Innan um þennan félega söfnuð reikaði Badgery lávarður eins og hann hefði ekki hugmynd um alla þykkjuna og hatrið. Hann skemmti sér kostulega. Bak við grímu andlitsins, bak við gljáa- laus grísaugun og blóðlausar þykkar varirnar, lá kátur ill- girnispúki í leyni og skellihló. „Það var fallegt af yður að koma til þess að heiðra list- ræna fortíð Englands, frú Man- dragore. Og mér þykir svo vænt um, að þér skylduð koma með frú Cayman. Og er þetta frú Nobes líka? Ég tók ekki eftir henni fyrr. En hvað það er yndislegt! Ég vissi, að okkur var óhætt að treysta listelsku yðar.“ Og hann flýtti sér að kynna hinn þekkta myndhöggvara, Sir Herbert Herne, fyrir unga list- gagnrýnandanum, sem hafði kallað hann múrara í greinum sínum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.