Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 9
Ótilhlýðileg freisting.
Smásaga
eftir Harald Beijer.
HÚN sat í sólríku horni garðs-
ins og drakk í sig ljós og
yl. Hun hafði tekið með sér bók,
sem hún ætlaði að lesa, en hún
vissi að hún mundi ekki lesa
hana. Bókin var með til að sýn-
ast. Allt fólk, menntað fólk, les
og talar um bækur. Maður verð-
ur að hafa nýjustu bókina ná-
lægt sér. Hún hafði raunar lesið
talsvert af bókum, að minnsta
kosti til hálfs.
En í dag kærði hún sig ekki
um að lesa.
Hún var í sólfötum, og vinstra
brjóst hennar gægðist upp
undan kjólnum þar sem hún sat
í garðstólnum. Hún hefði getað
lagað kjólinn svo að það sæist
ekki. En henni þótti vænt um
fallegu brjóstin sín, og auk þess
var engin manneskja nálægt.
Hún horfði á brjóstið. Yfir á-
vala útlínu þess sá hún nokkur
blóm á blettinum og hátt gras-
strá sem blakti í golunni. Henni
fannst hún vera frjáls, líkami
hennar var frjáls og það var
sumar.
En þessa stundina var húsið
mannlaust. Ef Edvard, sem
vann í garðinum, var ekki tal-
inn með. Hún leit yfir í hornið
þar sem hann átti að vera, en
sá hann ekki. Það skipti raunar
ekki máli, að minnsta kosti
komu honum brjóst hennar
ekki á neinn hátt við. Þau voru
ekki fyrir grófar garðyrkju-
mannshendur. En það voru ekki
aðeins jarðneskar hendur hans,
sem vöktu hjá henni ógeð, hann
. hafði líka svarta sál. Hann var
dæmdur maður. Hún hafði alltaf
haft viðbjóð á honum og and-
mælti þegar maðurinn hennar
tók hann í þjónustu sína. Hann
hafði sagt hann vildi gefa hon-
um tækifæri. Auðvitað var fall-
ega gert að líta þannig á málið.
Og Edvard var bara venjulegur
þjófur og því ástæðulaust að
óttast hann. Ef maður aðeins
gætti þess að loka öllum hirzl-
um. En hún gat samt ekki bælt
niður óbeit sína. Maðurinn var
ljótur og það var að hennar
áliti sá versti galli sem fundinn
varð á nokkrum manni. Hann
var grófger og ruddalegur og
jafnframt hjálparvana. Það fór
léttur skjálfti um hana í sól-
skininu við tilhugsunina um
hann.
Edvard stóð nú beint fyrir
aftan hana með skóflu á öxlinni
sem. hann hafði sótt inn í verk-
færaskúrinn. f bakaleiðinni