Úrval - 01.10.1952, Page 17
HVAÐ VITUM VIÐ UM KRABBAMEIN?
15
Ef krabbameinið er ekki skor-
ið burt á byrjunarstigi, geta
agnir úr því losnað og borizt
með blóðinu til fjarlægra líkams-
hluta, þar sem frumurnar halda
áfram að skipta sér og mynda
ný æxli. Allar krabbameinsfrum-
ur í líkamanum eru afkvæmi
fyrstu krabbameinsfrumanna,
og þær hætta aldrei að skipta
sér. Krabbameinsfrumur geta
verið komnar út um allan lík-
amann án þess sjúklingurinn
kenni verulega til veikinda, ef
þær hafa ekki setzt að í ein-
hverju mikilvægu líffæri og
truflað starfsemi þess.
Brýnasta viðf angsefni krabba-
meinsrannsóknanna er að kom-
ast að því, hvað komi af stað
og viðhaldi þessari óheftu
frumuskiptingu. Það er miklu
hægara að finna hvað kemur
frumuskiptingunni af stað held-
ur en hvað viðheldur henni,
jafnvel eftir að orsökin hefur
verið upprætt.
Jafnvel þegar á átjándu öld
vissu menn að snerting við á-
kveðin efni gat valdið krabba-
meini. Við vitum nú um mikinn
fjölda slíkra efna. Meðal þeirra
er sót, koltjara, anilínolía, ýmis
flúorsambönd, sum litarefni og
sumir hormónar.
Ýmislegt annað getur einnig
valdið krabbameini, t.d. röntgen-
geislar, radíum, endurtekin
brunasár á hörundi og útfjólu-
bláir geislar.
Krabbameinsvaldamir —
„frumorsökin“ — hafa eitt sam-
eiginlegt: þeir valda lítilsháttar
skemmdum á frumunum án þess
að eyðileggja þær. Hugsanlegt
er, að þessi smávægilega
skemmd opni leið einhverju
öðru — ,,vaxtarorsökinni“ —
sem getur beitt sín inni í frum-
unni, skiptzt með henni og hald-
ið áfram að örva hinar nýju
frumur til að skiptast.
Þetta „eitthvað“ getur verið
utanaðkomandi efni eða breyt-
ing í frumunni sjálfri. Margir
eru enn þeirrar skoðunar að
krabbameinið sé illkynjuð breyt-
ing í frumunni sjálfri. En áður
en við sættum okkur við svo von-
laust ástand skulum við athuga
viss atriði sem gefa betri vonir
um árangur.
Það er augljóst, að frumorsök
húðæxlis (t. d. sólbrani) getur
ekki verið að verki í æxlum sem
eru útsæði frá húðæxlinu. Þetta
má auðveldlega sýna fram á
með dýratilraunum þar sem
æxli er hægt að flytja frá dýri
til dýrs með ágræðslu eins oft
og vera vill. Óhugsandi er að
frumorsökin sé þar að verki.
En árið 1911 uppgötvaði dr.
Peyton Rous, starfsmaður við
Rockefellerstofnunina, að vissar
tegundir æxla í kjúklingum
myndast fyrir áhrif víruss,
hinna örsmáu lífvera sem að-
eins eru sýnilegar í rafsjá. Vír-
usið lifir og margfaldast í frum-
unum og örvar þær til skipting-
ar. Það er hin eiginlega „vaxtar-
orsök“ þessara æxla, því að það
finnst alltaf í þeim öllum og