Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 33
„LlFRÆN RÆKTUN" OG VERKSMIÐJUÁBURÐUR
31
veginum fá þær köfnunarefni,
fosfor, kalí, kalsíum, mangan,
kopar, zink, brennistein, jám,
bór og magnium. Náttúran, sem
er frumuppspretta þeirra allra,
hefur ekki dreift þessum nær-
ingarefnum um jarðveginn í
þeim hlutföllum sem nauðsyn-
legt er til að fá hámarksupp-
skeru. Mikil ræktun getur eitt
svo miklu af einhverjum þess-
ara efna að skortur verði á
þeim. Þann skort er ekki hægt
að bæta með því að rækta jurtir
og plægja þær niður í jarðveg-
inn þegar skorturinn var fyrir
í jarðveginum; jurtirnar geta
ekki framleitt þau efni sem
vantar í jarðveginn. Efnaskort
í jarðveginum er hagkvæmast
að bæta með því að bera í hann
rétt áburðarefni.
Köfnunarefni hefur hér
nokkra sérstöðu. Sérstakar jarð-
vegsbakteríur sem lifa á rótum
belgjurta eins og t. d. smára
geta unnið köfnunarefni úr loft-
inu. Þegar belgjurtir eru rækt-
aðar og plægðar niður í jarð-
veginn eykst köfnunarefnið í
jarðveginum. Köfnunarefnið
sem jarðveginum berst þannig
í ,,náttúrlegu“ ástandi frá
belgjurtunum er komið úr and-
rúmsloftinu, en köfnunarefnis-
áburður sem framleiddur er í
verksmiðjum er einnig unninn
úr loftinu; á þessu tvennu er
því enginn eðlismunur.
Áburðartilraunir í hinum
gráa leirjarðveg í suðaustur
hluta Kansasríkis leiddu eftir-
farandi í Ijós: á 24 ára tímabili
hafði meðaluppskera af alfalfa
verið 590 kg af ekru með mikilli
notkun húsdýraáburðar. Þegar
borið var á kalk og súperfosfat
jókst uppskeran og varð 2290
kg af ekru.
Ekki hafa fengizt neinar
sönnur á því að verksmiðjuá-
burður sem notaður er eftir sett-
um reglum sé skaðlegur jarð-
veginum eða gróðrinum eða
þeim sem neyta uppskerunnar.
Þvert á móti hafa fengizt ótví-
ræðar sönnur á því að ef um
efnaskort er að ræða í jarðvegi
og hann er bættur með verk-
smiðjuáburði, eykst uppskeran
og verður næringarríkari.
Eggjahvítuefnið sem er nauð-
synlegur hluti alls lifandi efnis,
eykst í maís ef köfnunarefnis-
áburður er borinn á maísakur-
inn. Víðtækar tilraunir í þessa
átt leiddu í ljós að maís af á-
burðarlausum reitum innihélt
5,7% eggjahvítuefni, en maís
af reitum sem borinn var á
köfnunarefnisáburður innihélt
10,4%.
Boðberar hinnar lífrænu
ræktunar fullyrða að skordýr
og sjúkdómar leggist síður á
gróður sem ræktaður er á „nátt-
úrlegan" hátt en þann sem
ræktaður er með verksmiðju-
áburði. Enginn viðurkenndur
vísindamaður hefur skýrt frá
slíkri niðurstöðu af tilraunum.
En forstjóri tilraunastöðvar
Kansas State College tók eftir
því á tilraunaakri í Suður-Kans-