Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 5
1 APPELSlNULUNDUM SPÁNAR
3
En fyrir getur líka komið, að
milljóna peseta verðmæti eyði-
leggist af völdum náttúruafla —
t. d. ,,levantstormsins“, sem all-
ir hér óttast. Hann geisaði hér
fyrir nokkrum dögum, verri en
nokkru sinni síðustu 22 árin.
Stríður og langvinnur, braut
rúður og reif tígulsteina af þök-
um, og það sem verra var: eyði-
lagði meira en 20% af appel-
sínuuppskeru ársins. Eyðilagði
er kannski of mikið sagt. Sjálf-
fallinn ávöxtur er að vísu all-
ur talinn annars flokks vara, en
það má nota nokkuð af honum
í ávaxtamauk og saft.
f dag skín sólin, og safnar-
arnir eru fljótir að fylla körf-
ur sínar. Körfurnar bera þeir
á höfðum sér á safnstaðina, þar
sem fjallháir appelsínupýramíd-
ar bíða þess að vera fluttir burt
á asnakerrum eða vörubílum til
pökkunarverksmiðjanna. Það er
svæfandi angan inni á milli
trjánna. Nokkrir safnaranna
syngja hvellum rómi. Þeir hand-
leika litlu garðklippurnar fim-
lega og keppast við. Hvers-
vegna ? Ekki eru launin svo ríku-
leg. Sem svarar sex til sjö krón-
um á dag. Aftur á móti er vinnu-
tíminn ekki nema fjórir tímar
á dag. Ef það getur talizt hugg-
un. Kannski mundu þeir vilja
vinna helmingi lengur, til að
geta keypt sér spariföt, eða sjal
handa konunni, eða þá rúm
handa yngsta barninu.
En appelsínurnar leyfa hon-
um ekki að vinna nema þessa
fjóra tíma. Því að það eru
þær, sem ráða vinnutíman-
um. Það verður að tína þær í sól-
skini og ekki má rigna dagana
á undan. Þegar rignir, opnast
holurnar í hýðinu fyrir vatns-
dropunum, og einnig fyrir dögg-
inni. Þessvegna verður sólin að
hafa skinið marga klukkutíma
áður en byrja má að tína.
Á vorin eru appelsínutrén þak-
in hvítum blómum. Svo koma
ávextirnir. I fyrstu grænir, en
gulna smám saman eftir því sem
þeir stækka. Svo kemur ein köld
nótt, og að morgni er allur lund-
urinn orðinn fagurgulur. Þá er
kominn uppskerutími. En appel-
sínurnar geta að meinalausu
hangið vikum saman á trjánum
eftir að þær eru fullþroskaðar.
Fyrsta uppskeran — jólaapp-
elsínurnar okkar — eru hinar
svonefndu blancas. Ljósar appel-
sínur. Þær eru tíndar frá því
í nóvember og fram í janúar.
I janúar og febrúar er tími blóð-
appelsínanna. Negras, eins og
Spánverjar kalla þær. Og frá
febrúar til júní er uppskerutími
hinna svonefndu bernas, eða
blöndunar af blóðappelsínum og
Ijósum appelsínum. Appelsín-
urnar, sem við fáum hér heima
á jólum og fram á sumar, eru
þannig spænskar, — en á öðr-
um tímum eru þær frá Afríku
eða Ameríku.
Ein tegund af appelsínum eru
hinar svonefndu naflaappelsín-
ur. Þær eru úrkynjaður ávöxt-