Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
steyptu Frakkar súltaninum í
Marokkó af stóli og fluttu hann
í útlegð, því að hann var orð-
inn sameiningartákn hinnar
gremjufullu andstöðu lands-
mann gegn kúgunarstjórn
Frakka. Svipað er ástandið í
Túnis, þar sem allir helztu og
áhrifamestu þjóðemissinnarnir
eru annað hvort í útlegð eða
fangelsi.
Sunnar í álfunni er stjórn
Frakka miklu hófsamari.
Franska Miðafríka og aðrar
franskar nýlendur í Svörtu
Afríku, eins og Frakkar kalla
miðbik álfunnar, eru hluti af
franska ríkjasambandinu; íbú-
amir njóta nokkurrar sjálf-
stjómar og kjósa að minnsta
kosti tólf þingmenn og öldunga-
deildarmenn til franska þings-
ins.
Mismunun kynþátta er minni
í frönsku Miðafríku en nokkurs
staðar annarsstaðar í nýlendum
álfunnar, ef frá eru talin Nígería
og Gullströndin, en þar er hún
engin. Sérhver Afríkumaður í
þessum víðáttumiklu nýlendum
Frakka er, að minnsta kosti að
nafninu til, franskur ríkisborg-
ari með þeim réttindum, sem
því fylgja.
Frakkar gera lítið að því að
þjálfa innfædda menn til sjálf-
stjórnar, gagnstætt því sem er
í brezku nýlendunum. I stað
þess reyna þeir að svæfa þjóð-
ernisvakningu meðal þeirra með
því að opna fyrir þeim dyr
franskrar menningar og leitast
við að gera þá að Frökkum.
Þessi aðferð reynist allvel sem
stendur, og ber lítið á þjóðern-
issinnaðri andúð á Frökkum
fyrir sunnan Sahara.
Nýlendur Belgíumanna. Kon-
gó, eina nýlenda Belgiumanna,
er um fjórðungur af Evrópu að
flatarmáli, og er auðug af kop-
ar, pálmafeiti, demöntum, úran-
íum og öðrum arðsömum hrá-
efnum. Enda fær móðurlandið,
Belgía, sem er 80 sinnum minni
en nýlendan, næstum öll sín auð-
æfi frá Kongó.
Enginn, sem býr í nýlendunni
— ekki einu sinni Belgiumaður
— hefur kosningarrétt; það er
engin löggjafarsamkunda í
Kongó; kosningar hafa aldrei
farið fram þar. En breyting er
að verða, einnig hér. Á hverju
ári slaka Belgíumenn í einhverju
til við hina innfæddu. í sumum
héruðum landsins mun brátt
verðakomið á takmarkaðri sjálf-
stjóm með þátttöku innfæddra
manna. Deild úr Louvain háskól-
anum verður opnuð í Leopold-
ville, höfuðborg nýlendunnar, og
fáeinum Afríkumönnum er leyft
að sækja belgiska háskóla.
Meginstefnan í nýlendustjórn
Belgíumanna er sú, að kaupa sig
undan óánægju þjóðernissinn-
aðra nýlendubúa með því að
veita þeim tækifæri til að efn-
ast, með allvíðtækri félagsmála-
þjónustu og tiltölulega góðum
lífskjömm. Kongóbúinn hefur
enn sem komið er fá borgaraleg
réttindi, en býr sennilega við