Úrval - 01.12.1953, Side 58

Úrval - 01.12.1953, Side 58
56 ÚRVAL steyptu Frakkar súltaninum í Marokkó af stóli og fluttu hann í útlegð, því að hann var orð- inn sameiningartákn hinnar gremjufullu andstöðu lands- mann gegn kúgunarstjórn Frakka. Svipað er ástandið í Túnis, þar sem allir helztu og áhrifamestu þjóðemissinnarnir eru annað hvort í útlegð eða fangelsi. Sunnar í álfunni er stjórn Frakka miklu hófsamari. Franska Miðafríka og aðrar franskar nýlendur í Svörtu Afríku, eins og Frakkar kalla miðbik álfunnar, eru hluti af franska ríkjasambandinu; íbú- amir njóta nokkurrar sjálf- stjómar og kjósa að minnsta kosti tólf þingmenn og öldunga- deildarmenn til franska þings- ins. Mismunun kynþátta er minni í frönsku Miðafríku en nokkurs staðar annarsstaðar í nýlendum álfunnar, ef frá eru talin Nígería og Gullströndin, en þar er hún engin. Sérhver Afríkumaður í þessum víðáttumiklu nýlendum Frakka er, að minnsta kosti að nafninu til, franskur ríkisborg- ari með þeim réttindum, sem því fylgja. Frakkar gera lítið að því að þjálfa innfædda menn til sjálf- stjórnar, gagnstætt því sem er í brezku nýlendunum. I stað þess reyna þeir að svæfa þjóð- ernisvakningu meðal þeirra með því að opna fyrir þeim dyr franskrar menningar og leitast við að gera þá að Frökkum. Þessi aðferð reynist allvel sem stendur, og ber lítið á þjóðern- issinnaðri andúð á Frökkum fyrir sunnan Sahara. Nýlendur Belgíumanna. Kon- gó, eina nýlenda Belgiumanna, er um fjórðungur af Evrópu að flatarmáli, og er auðug af kop- ar, pálmafeiti, demöntum, úran- íum og öðrum arðsömum hrá- efnum. Enda fær móðurlandið, Belgía, sem er 80 sinnum minni en nýlendan, næstum öll sín auð- æfi frá Kongó. Enginn, sem býr í nýlendunni — ekki einu sinni Belgiumaður — hefur kosningarrétt; það er engin löggjafarsamkunda í Kongó; kosningar hafa aldrei farið fram þar. En breyting er að verða, einnig hér. Á hverju ári slaka Belgíumenn í einhverju til við hina innfæddu. í sumum héruðum landsins mun brátt verðakomið á takmarkaðri sjálf- stjóm með þátttöku innfæddra manna. Deild úr Louvain háskól- anum verður opnuð í Leopold- ville, höfuðborg nýlendunnar, og fáeinum Afríkumönnum er leyft að sækja belgiska háskóla. Meginstefnan í nýlendustjórn Belgíumanna er sú, að kaupa sig undan óánægju þjóðernissinn- aðra nýlendubúa með því að veita þeim tækifæri til að efn- ast, með allvíðtækri félagsmála- þjónustu og tiltölulega góðum lífskjömm. Kongóbúinn hefur enn sem komið er fá borgaraleg réttindi, en býr sennilega við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.