Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 97
SPIRIT OP ST. LOUIS
95
vakir. En matarskammturinn
væri svo naumur, að ég yrði
þrekminni dag frá degi.
En rakinn og kuldinn á næt-
urnar, án þess að hafa nægilegt
viðurværi. . . Og setjum svo, að
það gerði storm og ísjakarnir
kæmust á hreyfingu? En hreyf-
illinn hefði líka getað bilað í
flugtakinu. Hann gerði það ekki.
Sérhver flugmaður veit, að hann
verður stundum að tefla á tvær
hættur; það heyrir til öllu flugi.
Og ég lagði ekki upp í þessa
flugferð vegna þess að hún er til-
tölulega hættulítil. Ég þarf alls
ekki að vera að fljúga. Ég er
flugmaður einungis af því, að
ég ann fluginu framar öllu öðru.
Auðvitað getur flug verið hættu-
legt; en lífið yrði lítils virði, ef
það hefði enga hættu í för með
sér. Ég er ekki hrifinn af fífl-
dirfsku; en menn fá engu áork-
að, ef þeir hætta aldrei á neitt.
*
Þegar ég var barn lá ég oft
á bakinu tímunum saman í háu
grasinu, horfði upp í himininn
á hvíta skýjafláka, sem sigldu
framhjá. Það var annar heimur
þarna uppi. Dásamlegt væri að
eiga flugvél — vængi sem gætu
borið mig upp til þessara skýja
— vængi eins og örninn.
Dag nokkurn flaug flugvél í
minna en 200 metra fjarlægð
frá bænum okkar! Þetta var
veikbyggð vél og sat flugmaður-
inn fremst innan um víra og
stög. Ég horfði á hana fljúga
úr augsýn og hljóp svo inn til
að segja mömmu tíðindin. Hún
kvaðst hafa séð í blaðinu, að
flugvél væri komin til bæjarins.
Hún tók farþega á nálægum
flugvelli, en fargjaldið var ó-
trúlega dýrt — einn dollar fyrir
mínútuna! Og auk þess var
þetta lífshættulegt — hvað ef
vængirnir dyttu af eða vélin bil-
aði?
Mér hraus svo hugur við verð-
inu og hættunni, að ég missti
löngunina til að fara upp í flug-
vél. En þegar ég eltist komst
ég að raun um, að hættan var
þáttur í lífinu, sem ekki var allt-
af rétt að forðast. Hún fylgdi
oft því sem hugurinn girnist
mest. Það var hættulegt að
klifra upp í tré, synda niður há-
vaða í fljóti, fara á veiðar með
byssu. Dauðann gat borið jafn-
skyndilega að á bóndabæ og í
flugvél.
Það er snarpur vindur á eftir
og flugvélinni skilar áfram með
góðum hraða. I norðri sjást fá-
einir skýjabólstrar, að öðru
leyti er himinninn heiður. Fram-
undan eru frönsku smáeyjarnar
Michelon og St. Pierre, en í
fjarska rísa tindótt fjöll Ný-
fundalands úr hafi.
Ég hækka flugið. Ég flýg jrfir
hrikaleg fjöll, unz ég kem auga
á stóran flóa — Conceptionfló-
ann. Það er komið sólarlag.
Ég hef flogið 1100 mílur á
11 klukkustundum — nákvæm-
lega 100 mílur á klukkustund, að
meðaltali.