Úrval - 01.12.1953, Page 97

Úrval - 01.12.1953, Page 97
SPIRIT OP ST. LOUIS 95 vakir. En matarskammturinn væri svo naumur, að ég yrði þrekminni dag frá degi. En rakinn og kuldinn á næt- urnar, án þess að hafa nægilegt viðurværi. . . Og setjum svo, að það gerði storm og ísjakarnir kæmust á hreyfingu? En hreyf- illinn hefði líka getað bilað í flugtakinu. Hann gerði það ekki. Sérhver flugmaður veit, að hann verður stundum að tefla á tvær hættur; það heyrir til öllu flugi. Og ég lagði ekki upp í þessa flugferð vegna þess að hún er til- tölulega hættulítil. Ég þarf alls ekki að vera að fljúga. Ég er flugmaður einungis af því, að ég ann fluginu framar öllu öðru. Auðvitað getur flug verið hættu- legt; en lífið yrði lítils virði, ef það hefði enga hættu í för með sér. Ég er ekki hrifinn af fífl- dirfsku; en menn fá engu áork- að, ef þeir hætta aldrei á neitt. * Þegar ég var barn lá ég oft á bakinu tímunum saman í háu grasinu, horfði upp í himininn á hvíta skýjafláka, sem sigldu framhjá. Það var annar heimur þarna uppi. Dásamlegt væri að eiga flugvél — vængi sem gætu borið mig upp til þessara skýja — vængi eins og örninn. Dag nokkurn flaug flugvél í minna en 200 metra fjarlægð frá bænum okkar! Þetta var veikbyggð vél og sat flugmaður- inn fremst innan um víra og stög. Ég horfði á hana fljúga úr augsýn og hljóp svo inn til að segja mömmu tíðindin. Hún kvaðst hafa séð í blaðinu, að flugvél væri komin til bæjarins. Hún tók farþega á nálægum flugvelli, en fargjaldið var ó- trúlega dýrt — einn dollar fyrir mínútuna! Og auk þess var þetta lífshættulegt — hvað ef vængirnir dyttu af eða vélin bil- aði? Mér hraus svo hugur við verð- inu og hættunni, að ég missti löngunina til að fara upp í flug- vél. En þegar ég eltist komst ég að raun um, að hættan var þáttur í lífinu, sem ekki var allt- af rétt að forðast. Hún fylgdi oft því sem hugurinn girnist mest. Það var hættulegt að klifra upp í tré, synda niður há- vaða í fljóti, fara á veiðar með byssu. Dauðann gat borið jafn- skyndilega að á bóndabæ og í flugvél. Það er snarpur vindur á eftir og flugvélinni skilar áfram með góðum hraða. I norðri sjást fá- einir skýjabólstrar, að öðru leyti er himinninn heiður. Fram- undan eru frönsku smáeyjarnar Michelon og St. Pierre, en í fjarska rísa tindótt fjöll Ný- fundalands úr hafi. Ég hækka flugið. Ég flýg jrfir hrikaleg fjöll, unz ég kem auga á stóran flóa — Conceptionfló- ann. Það er komið sólarlag. Ég hef flogið 1100 mílur á 11 klukkustundum — nákvæm- lega 100 mílur á klukkustund, að meðaltali.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.