Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 98

Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 98
S6 tjRVAL Allt í einu sé ég borgina St. John’s fyrir neðan mig. Ég hef ekki tíma til að fljúga hring yfir hana, ég má ekki eyða dropa af benzíni í óþarfa. Það tekur enga stund að steypa flugvélinni yfir hafnarbakkann (ég sé verkamennina líta upp frá vinnu sinni) og fljúga yfir skipin á höfninni (menn hætta að róa um leið og ég þýt framhjá); síð- an flýg ég rakleitt út sundið, gegnum þetta anddyri Atlants- hafsins. Þetta eru síðustu mínútur mínar yfir Ameríku, og einnig síðustu mínúturnar, sem ég flýg í björtu. Ég reyni að njóta þeirra sem bezt. Hví skyldi ég kvíða hreyfilbilun; ég, sem hef flogið yfir auðnir Nova Scotia og ís- breiður hafsins; ég, sem er að leggja upp í flug yfir úthafið undir nóttina? Hér eftir verður gangur hreyfilsins óaðskiljan- legur slætti hjarta míns. Norður-Ameríka er að baki; Irland 2000 mílur framimdan. Umhverfis mig er Atlantshafið — voldugt og víðáttumikið. Ég flýg í rauninni yfir tvö höf — haf næturinnar og haf vatnsins. Ég lít um öxl og sé Nýfundna- land bera við himin í kvöld- húminu. Það er síðasta athvarf- ið á leiðinni. Héðan af verð ég að reiða mig algerlega á leiðarreikninginn. Yegna viðkomunnar í St. John’s er ég staddur 90 mílum sunn- ar en áætlað var, og alla leið til írlands verð ég að hafa þessa skekkju í huga. Ég lít niður á sjóinn, til þess að gera mér endanlega grein fyr- ir vindhraða og vindátt. Sú nið- urstaða, sem ég kemst að, verð- ur að duga mér alla nóttina. Vindhraðinn virðist vera nálægt 30 mílur á klukkustund. Ég vildi óska, að ég hefði meiri reynslu í að meta vindhraða eftir sjávar- öldum. Áttin er vestlæg. Ég ætla að sveigja tíu gráður tilnorðurs, til þess að bæta það upp, sem mig kann að hrekja undan vind- inum. Fimm gráður í viðbót ættu að færa mig smámsaman á rétta leið. Skyndilega sé ég hvítan pýra- mída fyrir neðan mig — það er borgarísjaki, og brátt úir og grúir af ísjökum á hafinu. Fram- undan er þokubakki. Ég minnka hraðann um fimm mílur og hækka flugið, til þess að kom- ast upp fyrir þokuna. Ég hef lagt upp frá Nýfundnalandi í ákjósanlegu veðri og samkvæmt áætlun — með nægar benzín- birgðir, og vindinn í bakið. * Á fyrsta ári mínu í háskól- anum í Wisconsins ákvað ég að hætta við nám mitt í vélaverk- fræði og læra að fljúga. Einn af nánustu vinum mínum reyndi að fá mig ofan af því. Hann sagði, að líf flugmannsins væri að meðaltali aðeins fáeinir flug- tímar og færði fram tölur úr stríðinu því til sönnunar. Þessi félagi minn var höfuðs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.