Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 98
S6
tjRVAL
Allt í einu sé ég borgina St.
John’s fyrir neðan mig. Ég hef
ekki tíma til að fljúga hring yfir
hana, ég má ekki eyða dropa
af benzíni í óþarfa. Það tekur
enga stund að steypa flugvélinni
yfir hafnarbakkann (ég sé
verkamennina líta upp frá
vinnu sinni) og fljúga yfir skipin
á höfninni (menn hætta að róa
um leið og ég þýt framhjá); síð-
an flýg ég rakleitt út sundið,
gegnum þetta anddyri Atlants-
hafsins.
Þetta eru síðustu mínútur
mínar yfir Ameríku, og einnig
síðustu mínúturnar, sem ég flýg
í björtu. Ég reyni að njóta þeirra
sem bezt. Hví skyldi ég kvíða
hreyfilbilun; ég, sem hef flogið
yfir auðnir Nova Scotia og ís-
breiður hafsins; ég, sem er að
leggja upp í flug yfir úthafið
undir nóttina? Hér eftir verður
gangur hreyfilsins óaðskiljan-
legur slætti hjarta míns.
Norður-Ameríka er að baki;
Irland 2000 mílur framimdan.
Umhverfis mig er Atlantshafið
— voldugt og víðáttumikið. Ég
flýg í rauninni yfir tvö höf —
haf næturinnar og haf vatnsins.
Ég lít um öxl og sé Nýfundna-
land bera við himin í kvöld-
húminu. Það er síðasta athvarf-
ið á leiðinni.
Héðan af verð ég að reiða mig
algerlega á leiðarreikninginn.
Yegna viðkomunnar í St. John’s
er ég staddur 90 mílum sunn-
ar en áætlað var, og alla leið
til írlands verð ég að hafa þessa
skekkju í huga.
Ég lít niður á sjóinn, til þess
að gera mér endanlega grein fyr-
ir vindhraða og vindátt. Sú nið-
urstaða, sem ég kemst að, verð-
ur að duga mér alla nóttina.
Vindhraðinn virðist vera nálægt
30 mílur á klukkustund. Ég vildi
óska, að ég hefði meiri reynslu
í að meta vindhraða eftir sjávar-
öldum. Áttin er vestlæg. Ég ætla
að sveigja tíu gráður tilnorðurs,
til þess að bæta það upp, sem
mig kann að hrekja undan vind-
inum. Fimm gráður í viðbót
ættu að færa mig smámsaman á
rétta leið.
Skyndilega sé ég hvítan pýra-
mída fyrir neðan mig — það er
borgarísjaki, og brátt úir og
grúir af ísjökum á hafinu. Fram-
undan er þokubakki. Ég minnka
hraðann um fimm mílur og
hækka flugið, til þess að kom-
ast upp fyrir þokuna. Ég hef
lagt upp frá Nýfundnalandi í
ákjósanlegu veðri og samkvæmt
áætlun — með nægar benzín-
birgðir, og vindinn í bakið.
*
Á fyrsta ári mínu í háskól-
anum í Wisconsins ákvað ég að
hætta við nám mitt í vélaverk-
fræði og læra að fljúga. Einn af
nánustu vinum mínum reyndi
að fá mig ofan af því. Hann
sagði, að líf flugmannsins væri
að meðaltali aðeins fáeinir flug-
tímar og færði fram tölur úr
stríðinu því til sönnunar.
Þessi félagi minn var höfuðs-