Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL,
honum meiri rétt en nágrönn-
um hans. Með því að sérhver
einstaklingur getur ekki aflað
sér meiri fæðu en sem rétt næg-
ir honum til daglegra þarfa, hef-
ur hann engin tök á að nota
vinnuafl annarra sér í hag.
Þess hefði kannski mátt
vænta, að meðal fólks, sem hef-
ur ekki nema rétt til hnífs og
skeiðar og tæplega það, kæmi
oft til átaka eða rifrildis út af
mat og veiðibráð. En þess kon-
ar deilur eru að heita má ó-
þekktar meðal Chenchúa. Sam-
búðin milli ættflokkahópanna
og fjölskyldnanna er yfirleitt
vinsamleg, og þó að fjölskyld-
urnar séu ekki á neinn hátt
skuldbundnar hver annarri, gæt-
ir mikillar hjálpsemi þeirra í
milli, einkum þegar um sjúk-
dóma eða dauðsföll er að ræða.
Þessi náttúrubörn, sem eru svo
fátæk af veraldlegum gæðum,
virða eignarréttinn. Þjófnaður
þekkist ekki, og þegar ég safn-
aði verkfærum og vopnum
handa þjóðminjasafni, komst ég
að raun um, að faðir nokkur
vildi ekki láta af hendi neitt það
sem sonur hans átti, í fjarveru
hans, hvað sem í boði var.
Einu alvarlegu árekstrarnir,
sem orðið geta meðal Chenchúa,
eru út af afbrýðisemi, en jafnvel
slíkt ósamlyndi varir sjaldan
lengi. Enginn maður getur hald-
ið konu sinni gegn vilja hennar,
og ef hún yfirgefur hann vegna
annars manns, sneiða menn hjá
vandræðum og óþægindum með
því móti að hin nýju hjón flytja
í annað þorp allfjarri bústað
hins yfirgefna eiginmanns.
Hver sá sem dvelur meðal
Chenchúa hlýtur að taka eftir
hve þeir eru glaðlyndir og laus-
ir við alla tortryggni. Þó að líf
þeirra sé erfitt og næsta fá-
breytt, þá eru þeir lausir við
þrælkun og þvingun, og sérhver
Chenchúi er sinn eigin herra.
Sjálfstæðisvitund hans lýsir sér
í viðhorfi hans til yfirnáttúr-
legra afla. Þó að hann trúi á
voldugan himnaguð og góðvilj-
aða móðurgyðju, sem hann
heiðrar með bænum og smáfórn-
argjöfum, er hann ekki þrúg-
aður af ótta við illa anda, sem
varpa skugga á líf flestra Ind-
verja.
Þó að Chenchúinn hafi hung-
ursvipuna sífellt yfir höfði sér
og búi ekki við meira öryggi en
dýr frumskógarins, þá býr hann
yfir virðuleik, sem því fylgir að
lifa í sátt og samlyndi við sam-
félag sitt og umhverfi. Af at-
hugunum á þessu nútíma stein-
aldarfólki megum við kannski
draga þá ályktun, að þjóðflokk-
ar þeir sem lifðu veiðimanna- og
safnaralífi fyrir árþúsundum
hafi í grundvallaratriðum líkzt
hinum siðmenntaða manni nú-
tímans, bæði um vit og skap-
gerð.