Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 48

Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 48
46 ÚRVAL, honum meiri rétt en nágrönn- um hans. Með því að sérhver einstaklingur getur ekki aflað sér meiri fæðu en sem rétt næg- ir honum til daglegra þarfa, hef- ur hann engin tök á að nota vinnuafl annarra sér í hag. Þess hefði kannski mátt vænta, að meðal fólks, sem hef- ur ekki nema rétt til hnífs og skeiðar og tæplega það, kæmi oft til átaka eða rifrildis út af mat og veiðibráð. En þess kon- ar deilur eru að heita má ó- þekktar meðal Chenchúa. Sam- búðin milli ættflokkahópanna og fjölskyldnanna er yfirleitt vinsamleg, og þó að fjölskyld- urnar séu ekki á neinn hátt skuldbundnar hver annarri, gæt- ir mikillar hjálpsemi þeirra í milli, einkum þegar um sjúk- dóma eða dauðsföll er að ræða. Þessi náttúrubörn, sem eru svo fátæk af veraldlegum gæðum, virða eignarréttinn. Þjófnaður þekkist ekki, og þegar ég safn- aði verkfærum og vopnum handa þjóðminjasafni, komst ég að raun um, að faðir nokkur vildi ekki láta af hendi neitt það sem sonur hans átti, í fjarveru hans, hvað sem í boði var. Einu alvarlegu árekstrarnir, sem orðið geta meðal Chenchúa, eru út af afbrýðisemi, en jafnvel slíkt ósamlyndi varir sjaldan lengi. Enginn maður getur hald- ið konu sinni gegn vilja hennar, og ef hún yfirgefur hann vegna annars manns, sneiða menn hjá vandræðum og óþægindum með því móti að hin nýju hjón flytja í annað þorp allfjarri bústað hins yfirgefna eiginmanns. Hver sá sem dvelur meðal Chenchúa hlýtur að taka eftir hve þeir eru glaðlyndir og laus- ir við alla tortryggni. Þó að líf þeirra sé erfitt og næsta fá- breytt, þá eru þeir lausir við þrælkun og þvingun, og sérhver Chenchúi er sinn eigin herra. Sjálfstæðisvitund hans lýsir sér í viðhorfi hans til yfirnáttúr- legra afla. Þó að hann trúi á voldugan himnaguð og góðvilj- aða móðurgyðju, sem hann heiðrar með bænum og smáfórn- argjöfum, er hann ekki þrúg- aður af ótta við illa anda, sem varpa skugga á líf flestra Ind- verja. Þó að Chenchúinn hafi hung- ursvipuna sífellt yfir höfði sér og búi ekki við meira öryggi en dýr frumskógarins, þá býr hann yfir virðuleik, sem því fylgir að lifa í sátt og samlyndi við sam- félag sitt og umhverfi. Af at- hugunum á þessu nútíma stein- aldarfólki megum við kannski draga þá ályktun, að þjóðflokk- ar þeir sem lifðu veiðimanna- og safnaralífi fyrir árþúsundum hafi í grundvallaratriðum líkzt hinum siðmenntaða manni nú- tímans, bæði um vit og skap- gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.