Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 74

Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 74
72 ■orval það, getur hann blandað því, sem hann hefur framleitt, sam- an við hreina acetyl-salecyl- sýru. Séu efnin ekki alveg eins, bráðnar blandan við lægra hita- stig en ella. HoO (vatn) getur breytzt úr ís í vatn og öfugt, úr vatni í gufu og öfugt, og loks úr ís í gufu og öfugt. Eins og flestir vita get- ur snjór gufað upp án þess að bráðna og þvottur þornað á snúrum, þótt hann sé stokk- freðinn, og á sama hátt getur vatnsgufa orðið að snjó eða ís án þess að verða að vatni fyrst. En með þessu eru ekki taldar allar þær snöggu og um- hverfu breytingar, sem þetta efni getur tekið. Sé bæði þrýst- ingi og hitastigi breytt getur margt fleira gerzt. Venjulegur ís er fyrirferðar- meiri en vatn. Með því að auka þrýstinginn á vatnið jafnhliða því að það er kælt má hindra ísmyndunina og lækka frost- markið. Þessu er hægt að halda áfram þar til komið er upp í 2200 loftþyngda þrýst- ing, en sá þrýstingur mundi vera á botninum á 22 km djúp- um brunni, er væri fullur af vatni. Við þennan þrýsting er frostmarkið -h 30° C. En við þetta mark breytist ísinn skyndilega í nýtt form, þar sem mólekúlunum er raðað saman á annað og fyrirferðar- minni hátt. Þetta nýja form er kallað „ís-3“, hann er fyrirferð- arminni en vatn, svo að þrýst- ingurinn ýtir undir það að vatnið frjósi, og frostmarkið hækkar aftur. Ekki veit ég, hve langt menn eru komnir nú, en ekki er ýkja langt síðan að kunnar voru sex tegundir íss. Hver þessara tegunda breytist skyndilega í þá næstu við réttan þrýsting og hitastig. Með nægilegum þrýst- ingi er unnt að breyta vatni í ís, „ís-6“, við nærri 80° hita, og ef ég ætti nokkrar milljónir sterlingspunda til þess að láta smíða nógu öfluga þrýstiklefa, skyldi ég taka að mér að fram- leiða rauðglóandi ís. Fram til þessa hefur engin hinna fimm nýju ístegunda komið mönnum að hagnýtum notum. Og heldur væri það of- látungslegt, ef eðlisfræðingur, sem ætlaði á skauta, tæki það fram að hann ætlaði á ís-1. En staðreyndir eins og þær, sem hér hefur verið drepið á, ættu að kenna þeim, er vilja hugsa vísindalega, að varlega skyldi farið í það að tala um óbreyt- anlegar eigindir efna eða óbreytileik mannlegrar náttúru. Eigindir H20 breytast með hita- stigi og þrýstingi, og „mann- leg náttúra" breytist með því þjóðfélagi, er menn lifa í. — G. A. þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.