Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 39
ÓTTIST EKKI UM BÖRNIN YKKAR!
37
húsum, reynast þau oft gagns-
laus.
Þá ásaka þeir sérfræðingana,
sjálfa sig eða bömin. Þeim get-
ur alls ekki skilizt, að börnin
eru ekki eins og þvottavélar,
sem hægt er að stjórna sam-
kvæmt prentuðum leiðarvísi.
Tilfinningalíf barna er jafn-
mismunandi og útlit þeirra. Og
það, sem er enn þýðingarmeira:
Þau eiga föður og móður, sem
hafa einnig sitt sérstaka til-
finningalíf. Hin sorglega stað-
reynd er, að það er ekki til neitt
allsherjarsvar varðandi tilfinn-
ingaltfið. Foreldrar, sem vænta
slíks svars, eru að blekkja sjálfa
sig. Og sérfræðingur, sem telur
fólki trú um að ráðleggingar
hans séu óbrigðular, er jafn ó-
raunsær.
Hér hefur verið minnzt á
vanda foreldranna. En hvað um
barnið ?
Þarfir barna hafa tekið mjög
litlum breytingum gegnum ald-
imar. Þau þarfnast umönnunar
meðan þau eru lítil. Það þarf
að gefa þeim að borða og sjá
um að þeim sé nógu heitt. Þau
þurfa að verða auðnjótandi ást-
ar og umhyggju. Þau þarfnast
f oreldra, sem sýna þeim með f or-
dæmi sínu, hvemig konur og
karlar lifa í þessum heimi.
Þau þurfa að fá að þroskast
í friði. Og þau þurfa að verða
þess vör, að foreldrar þeirra beri
virðingu hvort fyrir öðm og fyr-
ir þeim sjálfum. Enginn utan-
aðkomandi „sérfræðingur“ get-
ur fært þeim þetta upp í hend-
urnar.
Margir ,,sérfræðingar“ hafa
valdið miklu tjóni með því að
grafa undan sjálfstæði foreldr-
anna og afmá þar með þann eðli-
lega heimilisbrag, sem óhjá-
kvæmilegur er til þess að frum-
þarfir bamsins verði uppfylltar.
Þeir hafa ýmist dembt ósköpum
af boðum og bönnum yfir for-
eldrana eða ráðlagt þeim að
láta bamið algerlega afskipta-
laust.
Framar öllu hafa þeir lagt
svo miklu áherzlu á þarfir
bamsins, að foreldrarnir þora
varla að minnast á að þau eigi
líka nokkurn rétt.
Það verður að lofa börnun-
um að ærslast og hafa hátt, en
hvar er réttur föðurins til hvíld-
ar? Það er nauðsynlegt að
börn hafi sjálfstraust. En hver
hirðir um sjálfstraust foreldr-
anna?
Foreldrarnir era stundum á-
minnt um að „elska“ börnin.
Hverjum datt í hug að áminna
afa okkar og ömmur um það?
Þau gerðu aðeins það sem þeim
var eðlilegast. Ástin til barn-
anna kom af sjálfu sér. Þegar
kvíðafullum foreldrum er sagt,
að þeir eigi að elska barn sitt
á réttum tíma og í réttum mæli,
þá er eðlilegt að þeim þyki það
skrítin kenning. Foreldram er
sem sé skipað að hafa ákveðn-
ar tilfinningar þó að svo geti
staðið á, að slíkt sé mjög erfitt
•—• eins og þegar sonurinn er ný-