Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 85
SPIRIT OF ST. LOUIS
83
ur — brosmildur og fullur af
gázka. Harry Knight skýrir
honum frá fyrirætlun minni,
og ég áætla kostnaðinn 15 þús-
und dollara. Þegar viðræðun-
urn lýkur, biður Bixby mig að
hitta sig í bankanum næstkom-
andi miðvikudag.
Bg legg leið mína í bankann
á tilteknum degi. Meðan ég bíð
þar, horfi ég á gjaldkera, sem
er að telja peningaseðla. Það
eru staflar af seðlum á hillunni
hjá honum. Það hlýtur að vera
meira en 15 þúsund dollarar.
Ef ég ætti þennan pappírs-
stafla gæti ég flogið til París-
ar.
Eg ókyrrist í sætinu. Fötin
þrengja að mér, flibbinn herð-
ist að hálsinum. Mér finnst ég
vera að þorna eins og fiskur á
þurru landi. Ég er ekki kom-
inn í viðskiptaerindum. Hvern-
ig getur nokkur banki lagt fé
í Atlantshafsflug?
„Halló, afsakaðu að ég lét
þig bíða!‘
Það er Bixby. Hann heilsar
mér með handabandi.
„Við höfum athugað málið,“
segir hann, „og við höfum sam-
þykkt að hjálpa þér. Héðan í
frá skulum við sjá um fjár-
hagshliðina. Ef kostnaðurinn
fer ekki fram úr því sem þú
sagðir, getum við lagt fram það
sem á vantar. Þú borgar þína
2000 dollara, við sjáum um
hitt.“
Ég veit hvorki í þennan
heim né annan á heimleiðinni.
Svo að ég fæ þá að fljúga til
Parísar!
Ég hafði verið þeirrar skoð-
unar, að fjáröflunin yrði erf-
iðasta viðfangsefnið. En nú
kom á daginn, að það er enn-
þá erfiðara að útvega heppi-
lega flugvél. Eg hef fengið að-
eins eitt viðunandi svar fram
að þessu, og það er frá Ryan-
flugvélaverksmiðjunni í San
Diego. Þetta er ungt fyrirtæki
og lítt þekkt, en ég er að hugsa
um að fara til Kaliforníu og
tala við forráðamenn verk-
smiðjunnar, þegar ég fæ skeyti
frá Giuseppe Bellanca.
Bellancavélin er til sölu! Hún
er nú eign félags eins í New
York. Daginn eftir er ég stadd-
ur í skrifstofu félagsins. Bel-
lanca tekur brosandi á móti
mér og kynnir mig fram-
kvæmdastjórunum. Verðið er
hátt, eins og ég hafði búizt
við — 15 þúsund dollarar. Ég
hafði vonað að allur kostnaður
við leiðangurinn, þar með talið
reynsluflug og benzín, færi
ekki fram úr þeirri upphæð, en
með því að kaupa vélina skaut
ég líka öllum keppinautunum
aftur fyrir mig.
„Þú skalt ekki horfa í það
þó að flugvélin verði heldur
dýrari en þú hefur gert ráð
fyrir.“ Þetta segja þeir báðir,
Bixby og Knight. Og þeir
stinga upp á að flugvélin verði
kölluð Spirit of St. Louis.
„Við erum reiðubúnir að