Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 29

Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 29
Öruggasta leiðin til jákvæðrar niðurstöðu og samkomulags: STAÐRE YNDIRNAR FYRST! Grein úr „Reader’s Digest“, eftir Stuart Chase. Askrifborðinu mínu stendur skráð kjörorð, sem einn vin- ur minn gaf mér: „Skynsamir menn verða alltaf sammála, ef peir vita hvað peir eru að tala um.“ Bertrand Russel komst að svipaðri niðurstöðu þegar hann sagði, að tilfinningar okk- ar breyttust í öfugu hlutfalli við þekkingu okkar á staðreyndum — því minna sem við vitum, því æstari verðum við. Sem dæmi um það hvernig staðreyndir geta jafnað deilur, notar kennari einn í Washing- ton, sem kennir í námsflokkum fyrir fullorðna, þá aðferð að láta nemendur sína ganga undir sérstakt próf. Hann fær hverjum nemanda lítið hvítt pappaspjald, sem hefur verið vætt í sérstöku kemisku efni. Hann biður þá að tyggja spjaldið og segja sér hvemig það sé á bragðið — sætt, súrt, beiskt eða bragðlaust. Nemendurnir eru brátt byrj- aðir að tyggja, alvarlegir og hugsandi á svip. Einn réttir upp höndina: „Það er sætt!“ Annar: „Hvaða vitleysa, það er súrt!“ Þriðji: „Ykkur skjátlast báðum, það er alveg bragðlaust!" Brátt eru allri nemendurnir komnir í háa rifrildi út af bragðinu. Kennarinn útnefnir þá full- trúa fyrir hvern bragðhóp. En nefndin kemst ekki að neinni niðurstöðu, hver heldur stíft fram sinni skoðun. „Málþófið og deilurnar minna mig á fundi í nefndum Sameinuðu þjóð- anna,“ segir kennarinn, „þar sem stjórnmálamennirnir eru að reyna að jafna deilumálin í heiminum." Þegar allt er komið í strand, ber kennarinn í borðið — hann þarf stundum að berja býsna fast — og skýrir hinar vísinda- legu staðreyndir málsins. Kem- iska efnið, sem spjöldin voru vætt í, hefur ólík áhrif á bragð- taugar manna, og virðist sem svörun manna sé arfgeng. Þrír af hverjum tíu, að meðaltali, finna ekkert bragð af því, en hinir sjö finna ýmist sætt, súrt eða beiskt bragð. Bregður nú svo við, að þras og deilur þagna. Persónulegar ásakanir um ósannsögli, þráa og þrætugirni hljóðna. Staðreynd- 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.