Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 60
58
tjRVAL
Swaziland, og Bechúanaland,
Úganda, Sierre Leona og ýmis
fleiri landsvæði. íbúar brezkra
nýiendna, þar með ekki taldir
íbúar Suðurafríkusambandsins
og brezk-egypzka Súdan, eru um
60 milljónir, þar af um 220.000
hvítir menn.
Ástandið í þessum mörgu,
stóru löndum er mjög misjafnt.
Kenya er vígi álitlegs hóps ev-
rópskra nýbyggja, sem munu
berjast unz yfir lýkur til þess
að halda yfirdrottnunaraðstöðu
hvítra manna. En Kenya er einn-
ig heimkynni Mau Mau manna.
1 Úganda mega Evrópumenn
aftur á móti ekki eiga land; þar
eru fáir hvítir nýbyggjar; kyn-
þáttaágreiningur er þar miklu
minni og stjórnmálalífið rólegra.
Samt er eitt sameiginlegt öll-
um nýlendum Breta í Afríku:
Bretland er eina nýlenduveldið,
sem hefur lýst því yfir opinber-
lega, að stefna þess í nýlendu-
málum sé sú, að þjálfa Afríku-
menn þannig, að þeir geti að
lokurn tekið stjórn landa sinna
í eigin hendur, og að þau hljóti
sjálfstæði, innan brezka sam-
veldisins. Allar brezkar nýlend-
ur, sem eitthvað kveður að, hafa
löggjafarsamkundu í einhverri
mynd, þar sem Afríkumenn eiga
fulltrúa.
Þessi stefna virðist merkja
það, að Bretar séu af sjálfsdáð-
um að undirbúa brottför sína.
En égheyrði mikilsmetinn brezk-
an stjórnmálamann segja: „Tak-
mark okkar er að gefa, til þess
að geta haldið.“ Hann átti við,
að með því að draga sig af sjálfs-
dáðum í hlé í fylling tímans muni
Bretar í staðinn hljóta vináttu
Afríkumanna, og þá jafnframt
siðferðilegan, efnahagslegan og
stjórnmálalegan ávinning.
Önnur ástæðan til þessarar
stefnu — sem margir brezkir
nýbyggjar í Afríku eru mjög
andvígir — er sú skoðun, að á-
framhaldandi gjörræðisstjórn
sé ekki framkvæmanleg vegna
þess að hún muni reynast of
kostnaðarsöm. Bretar veita ný-
lendubúum sínum nokkra mennt-
un. Óhjákvæmileg afleiðing
menntunar er vaxandi þjóðernis-
kennd, því að eftir að Afríku-
menn hafa kynnzt því, hvernig
öðrum löndum heims er stjórn-
að, munu þeir krefjast frelsis.
Og eftir að nýlenda eða þjóð
hefur náð ákveðnu menntunar-
stigi, verður þjóðernishreyfing-
in ekki kæfð nema með iang-
vinnri og allt of kostnaðarsamri
valdbeitingu.
Suðurafríkusambaiidið. ítar-
leg greinargerð fyrir stefnu dr.
Malans og kenningu hans um
apartheid, sem þýðir „aðskiln-
aður“ milli hvítra manna og
svartra, er utan við ramma þess-
arar greinar. Þó skulu nokkrar
staðreyndir raktar í stuttu
máli:
1. Það eru um það bil 2.400.-
000 hvítra manna í Suðurafríku
og 10 milljónir Afríkumanna,
Indverja og annarra þeldökkra
þjóða og kynblendinga.