Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 60

Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 60
58 tjRVAL Swaziland, og Bechúanaland, Úganda, Sierre Leona og ýmis fleiri landsvæði. íbúar brezkra nýiendna, þar með ekki taldir íbúar Suðurafríkusambandsins og brezk-egypzka Súdan, eru um 60 milljónir, þar af um 220.000 hvítir menn. Ástandið í þessum mörgu, stóru löndum er mjög misjafnt. Kenya er vígi álitlegs hóps ev- rópskra nýbyggja, sem munu berjast unz yfir lýkur til þess að halda yfirdrottnunaraðstöðu hvítra manna. En Kenya er einn- ig heimkynni Mau Mau manna. 1 Úganda mega Evrópumenn aftur á móti ekki eiga land; þar eru fáir hvítir nýbyggjar; kyn- þáttaágreiningur er þar miklu minni og stjórnmálalífið rólegra. Samt er eitt sameiginlegt öll- um nýlendum Breta í Afríku: Bretland er eina nýlenduveldið, sem hefur lýst því yfir opinber- lega, að stefna þess í nýlendu- málum sé sú, að þjálfa Afríku- menn þannig, að þeir geti að lokurn tekið stjórn landa sinna í eigin hendur, og að þau hljóti sjálfstæði, innan brezka sam- veldisins. Allar brezkar nýlend- ur, sem eitthvað kveður að, hafa löggjafarsamkundu í einhverri mynd, þar sem Afríkumenn eiga fulltrúa. Þessi stefna virðist merkja það, að Bretar séu af sjálfsdáð- um að undirbúa brottför sína. En égheyrði mikilsmetinn brezk- an stjórnmálamann segja: „Tak- mark okkar er að gefa, til þess að geta haldið.“ Hann átti við, að með því að draga sig af sjálfs- dáðum í hlé í fylling tímans muni Bretar í staðinn hljóta vináttu Afríkumanna, og þá jafnframt siðferðilegan, efnahagslegan og stjórnmálalegan ávinning. Önnur ástæðan til þessarar stefnu — sem margir brezkir nýbyggjar í Afríku eru mjög andvígir — er sú skoðun, að á- framhaldandi gjörræðisstjórn sé ekki framkvæmanleg vegna þess að hún muni reynast of kostnaðarsöm. Bretar veita ný- lendubúum sínum nokkra mennt- un. Óhjákvæmileg afleiðing menntunar er vaxandi þjóðernis- kennd, því að eftir að Afríku- menn hafa kynnzt því, hvernig öðrum löndum heims er stjórn- að, munu þeir krefjast frelsis. Og eftir að nýlenda eða þjóð hefur náð ákveðnu menntunar- stigi, verður þjóðernishreyfing- in ekki kæfð nema með iang- vinnri og allt of kostnaðarsamri valdbeitingu. Suðurafríkusambaiidið. ítar- leg greinargerð fyrir stefnu dr. Malans og kenningu hans um apartheid, sem þýðir „aðskiln- aður“ milli hvítra manna og svartra, er utan við ramma þess- arar greinar. Þó skulu nokkrar staðreyndir raktar í stuttu máli: 1. Það eru um það bil 2.400.- 000 hvítra manna í Suðurafríku og 10 milljónir Afríkumanna, Indverja og annarra þeldökkra þjóða og kynblendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.