Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 22

Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 22
20 tJR VAL töframeðul, fer kvikmyndafram- leiðandinn til þess höfundar, sem hefur flestar „gimmicks“. „Gim- mick“ er töframeðal, sem trygg- ir góða sölu fyrirfram; í stuttu máli sagt er það nýtt og aldrei áður uppfundið sviðsatvik, ó- vænt aðferð til að byrja mynd á, nýstárleg aðferð til að kynna hetjur myndarinnar af báðum kynjum o. s. frv. Þegar fram- leiðandinn hefur fundið „gim- mick“-ríkan höfund, fær hann honum handrit til að vinna úr. En í samræmi við þá skoðun, að margir töframenn séu betri en einn, setur hann oft fleiri en einn rithöfund til að vinna að sama handritinu: ungfrú Pow- dermaker veit dæmi til þess að sautján höfundar hafa verið látnir vinna að sama handrit- inu í einu — vel að merkja án þess að hafa hugmynd hver um annan. Þegar þeir hafa lokið verki sínu, finnur framleiðand- inn þann átjánda til að sjóða upp úr þessum sautján uppköst- um, eða þá að hann ákveður að umskrifa sjálfur allt saman frá upphafi til enda — ef hann þá ekki hættir við myndina og tek- ur allt aðra mynd. I þessu sam- bandi má ekki gleyma því, að hver af þessum sautján höf- undum kostar tvö til fimm þúsund krónur á viku; það er því býsna dýr hópur töframanna að hafa á stalli. En vitleysan í Hollywood get- ur gengið enn lengra. Ungfrú Powdermaker hitti framleið- anda, sem snemma á starfsferli sínum græddi off jár á einni kvik- mynd sinni, en handritið af herrni hafði verið 325 síður. Síð- an hafa handritin af öllum hans myndum verið 325 síður, og það ganga furðusögur um algerlega meiningarlaust þvaður, sem kænir höfundar hafa sett inn í sögur sínar til þess að láta þær fylla þessa töfratölu. Segja má, að þetta séu undan- tekningar. Hortense Powder- maker fullyrðir, að svo sé ekki, en það er erfitt að sannprófa upplýsingar hennar. Eitt fyrir- brigði upplýsir hún þó, sem mönnum hefur lengi verið ráð- gáta. I hvert skipti sem kreppa, eða aðeins skuggi af kreppu, hef- ur ógnað kvikmyndaiðnaðinum, hafa framleiðendurnir brugðizt þannig við, að þeir hafa fram- leitt enn dýrari og íburðarmeiri myndir en áður. Engum virðist hafa komið til hugar að fara hina leiðina, að framleiða ódýr- ari, en jafnframt betri og list- rænni myndir. Góðu myndirnar sem koma frá Hollywood eru alltaf framleiddar á velgengnis- tímum, þegar jafnvel lélegustu myndir færðu gróða. Menn hafa spurt hvort amerískir áhorfend- ur væru svo bamalegir, að fyrir- heit um íburðarmeiri technicolor og upphrópanir um ofboðslegan kostnað nægðu til þess að lokka þá í bíó. Bók ungfrú Powder- maker gefur skýringu á þessu: það er alls ekki vitneskjan um hvað almenningur í Bandaríkj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.