Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 116
Ymislegt skemmtilegt, sem kom fram um
hegðun dýra á alþjóðaþingi dýrasál-
fræðinga i Oxford í haust.
Ratvísi kattarins, fuglasöngur og íleira.
Úr „Politiken".
PRÓFESSOR RHINE heitir
amerlskur vísindamaður, sem
fengizt hefur um áratuga skeið
viS rannsóknir á yfirskilvitlegum
eiginleikum, hugsanaflutningi,
skyggnigáfu o. fl. Hann sendi frá
sér skömmu fyrir áramótin merki-
lega frásögn af ketti.
Köttur þessi var samkvæmt frá-
sögninni gæddur mjög merkileg-
um yfirskilvitlegum eiginleikum.
Heimilið, þar sem hann hafði átt
heima, hafði verið leyst upp og
húsbændumir fluttu mörg hundr-
uð km í burtu en skildu köttinn
eftir. Tveim vikum seinna klóraði
hann í dyrnar á hinu nýja heimili
þeirra.
Tilefni þess, að vér rifjum hér
upp frásögn Rhine prófessors, er
það, að dýrasálfræðingar héldu
rétt fyrir áramótin alþjóðaþing í
Oxford í Englandi. Þar upplýsti
þýzki dýrasálfræðingurinn dr.
Precht, að hann hefði tekið sér
fyrir hendur að prófa vísindalega
þessa rómuðu ratvísi kattarins.
Hann sagði frá því á þinginu,
að hann hefði gert tilraunir með
100 ketti. Hann tók þá og fór
með þá burt frá heimilum þeirra,
fyrst stutt en síðan æ lengra. Og
hvað skeði ? Jú, úr 1 til 5 km f jar-
lægð frá heimilunum rötuðu flest-
ir kettirnir heim. TJr 5 til 8 km
fjarlægð rötuðu aðeins fáir heim.
En úr meira en 12 km fjarlægð
komst enginn köttur heim af
sjálfsdáðum.
Af þessum tilraunum var ekki
fjarri lagi að álykta, að kettirnir
verði að þekkja umhverfið, ef þeir
eiga að geta ratað. En það vant-
aði sönnun. Og í þeim tilgangi
hélt dr. Precht nokkrum kettling-
um lokuðum inni i herbergi alveg
frá fæðingu. Eftir nokkum tima
var svo farið út með þessa kett-
linga, sem aldrei höfðu komið út
úr herberginu, í lokuðum kössum
og þeim sleppt skammt frá heimil-
inu. Og hvað skeði? Þeir settust
á rassinn og vissu ekkert hvert
halda skyldi.
Enn aðrar tilraimir sýndu, að
kettlingar, sem höfðu ekki á vissu
aldursskeiði kynnzt heimili sinu,
gátu ekki, þó að þeir fengju seinna
tækifæri til að kynnast því, ratað
Framhald á 3. kápusíðu.
STEINDÓRSPRENT H.F.