Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
an Nýfundnaland hvarf mér
sjónum. Ég hafði ætlað mér lS'/t
stund að Irlandsströndum. Ef
þetta er Irland, þá er ég 2 y2
stund á undan áætlun. Getur
verið, að þetta sé önnur og skýr-
ari hillingamynd, eins og þoku-
eyjarnar í morgun?
Ég horfi fast, þori ekki að
trúa augum mínum, held aftur
af voninni til þess að forðast
önnur vonbrigði. Skorningar í
ströndina koma í ljós, þegar ég
nálgast. Framundan eru gróður-
lausar eyjar, en upp of strönd-
inni eru grænir ásar, sem teygja
sig upp að fjallsrótum. Þetta
hlýtur að vera Irland. Gróðurinn
er of mikill til þess að þetta
geti verið Skotland, og fjöllin
of há til þess að það geti verið
Bretagne eða Cornv/all.
Ég hækka flugið upp í 2000
fet, til þess að fá betri yfirsýn
yfir landið. Fjöllin eru gömul og
ávöl, bændabýlin lítil og hlaðin
úr steini. Regnvotar moldargöt-
ur bugðast milli hæða og akra.
Fyrir neðan mig er langur og
mjór fjörður, aflöng, hæðótt
eyja, þorp. Já, þetta kemur allt
heim við stað á kortinu — það
er Valentia og Dingle Bay, á
suðvestur strönd írlands!
Ég er næstum alveg á réttri
leið, nær en mig dreymdi um
í djörfustu draumum mínum!
Ég lækka flugið í sveigum,
enn uggandi yfir því að þetta
muni allt reynast hillingar. En
ekkert í þeim heimi drauma og
fyrirburða líkist þessu litla
þorpi. Það eru bátar í höfninni,
vagnar á steingirtum vegunum.
Fóik kemur hlaupandi út á göt-
urnar, lítur upp og veifar. Mér
finnst sem aldrei á ævi minni
hafi ég vitað, hvað af jörðinni
var mitt, fyrr en á þessari
stundu.
Ég hlýt að hafa verið minna
en þrjár mílur frá hinni mörk-
uðu leið, þegar ég sá írland.
50 mílna skekkja hefði talizt
gott við beztu skilyrði. Þriggja
mílna skekkja, — já, hvað var
það? Áður en ég lagði upp í
þetta flug, mundi ég í kæruleysi
hafa kallað slíkt heppni. Nú
finnst mér heppni allt of hvers-
dagslegt orð.
Hreyfillinn hikstar! Ég stirðna
eins og raflost hafi hitt mig.
Auðvitað! Það er ekkert alvar-
legt að. Ég hef bara gleymt, að
ég hafði ákveðið að láta stafn-
geyminn tæmast alveg, sem
mælikvarða á benzíneyðsluna, og
nú er hann tómur. Ég set mið-
geyminn í vængnum í samband.
Hikstinn hættir. Hreyflinum
vex afl, og vélin tekur rétta
stefnu aftur.
*
Strönd Englands er komin all-
langt upp fyrir sjóndeildarhring-
inn, þegar ég sé útlínur hennar,
gráfölar gegnum mistrið. Klett-
ótt strönd Cornwall rís þver-
hnýpt upp úr sjónum, en upp
af henni taka við grænir akrar
og bændabýli. En hve þetta er
ólíkt Ameríku — þessi snyrti-
legu, litlu bændabýli, girt lim-