Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 108

Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 108
106 ÚRVAL an Nýfundnaland hvarf mér sjónum. Ég hafði ætlað mér lS'/t stund að Irlandsströndum. Ef þetta er Irland, þá er ég 2 y2 stund á undan áætlun. Getur verið, að þetta sé önnur og skýr- ari hillingamynd, eins og þoku- eyjarnar í morgun? Ég horfi fast, þori ekki að trúa augum mínum, held aftur af voninni til þess að forðast önnur vonbrigði. Skorningar í ströndina koma í ljós, þegar ég nálgast. Framundan eru gróður- lausar eyjar, en upp of strönd- inni eru grænir ásar, sem teygja sig upp að fjallsrótum. Þetta hlýtur að vera Irland. Gróðurinn er of mikill til þess að þetta geti verið Skotland, og fjöllin of há til þess að það geti verið Bretagne eða Cornv/all. Ég hækka flugið upp í 2000 fet, til þess að fá betri yfirsýn yfir landið. Fjöllin eru gömul og ávöl, bændabýlin lítil og hlaðin úr steini. Regnvotar moldargöt- ur bugðast milli hæða og akra. Fyrir neðan mig er langur og mjór fjörður, aflöng, hæðótt eyja, þorp. Já, þetta kemur allt heim við stað á kortinu — það er Valentia og Dingle Bay, á suðvestur strönd írlands! Ég er næstum alveg á réttri leið, nær en mig dreymdi um í djörfustu draumum mínum! Ég lækka flugið í sveigum, enn uggandi yfir því að þetta muni allt reynast hillingar. En ekkert í þeim heimi drauma og fyrirburða líkist þessu litla þorpi. Það eru bátar í höfninni, vagnar á steingirtum vegunum. Fóik kemur hlaupandi út á göt- urnar, lítur upp og veifar. Mér finnst sem aldrei á ævi minni hafi ég vitað, hvað af jörðinni var mitt, fyrr en á þessari stundu. Ég hlýt að hafa verið minna en þrjár mílur frá hinni mörk- uðu leið, þegar ég sá írland. 50 mílna skekkja hefði talizt gott við beztu skilyrði. Þriggja mílna skekkja, — já, hvað var það? Áður en ég lagði upp í þetta flug, mundi ég í kæruleysi hafa kallað slíkt heppni. Nú finnst mér heppni allt of hvers- dagslegt orð. Hreyfillinn hikstar! Ég stirðna eins og raflost hafi hitt mig. Auðvitað! Það er ekkert alvar- legt að. Ég hef bara gleymt, að ég hafði ákveðið að láta stafn- geyminn tæmast alveg, sem mælikvarða á benzíneyðsluna, og nú er hann tómur. Ég set mið- geyminn í vængnum í samband. Hikstinn hættir. Hreyflinum vex afl, og vélin tekur rétta stefnu aftur. * Strönd Englands er komin all- langt upp fyrir sjóndeildarhring- inn, þegar ég sé útlínur hennar, gráfölar gegnum mistrið. Klett- ótt strönd Cornwall rís þver- hnýpt upp úr sjónum, en upp af henni taka við grænir akrar og bændabýli. En hve þetta er ólíkt Ameríku — þessi snyrti- legu, litlu bændabýli, girt lim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.