Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 95

Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 95
SPIRIT OF ST. LOUIS 93 árum áður. Undir eins og faðir minn var nógu gamall til að bera byssu var það hlutverk hans að sjá fjölskyldunni fyrir kjöti. Faðir minn kenndi mér að veiða, en það var afi minn sem fyrstur gaf mér riffil, þegar ég var sex ára, en Charles frændi minn kenndi mér að skjóta í mark í kjallaranum. Pabba fannst ég of ungur til að bera byssu, en árið eftir gaf hann mér marghleypu, sem hann hafði skotið með innbrotsþjóf. Sjö ára gamlan lét hann mig ganga á eftir sér með hlaðna byssu, öxi fékk hann mér undir eins og ég var nógu sterkur til að getað sveiflað henni, og tólf ára gamlan lét hann mig aka Fordbílnum sínum hvert á land sem var. Hann lét sig aldur minn engu skipta. Ég naut al- gers frelsis. Á móti krafðist hann ábyrgðartilfinningar af minni hálfu. * Það er auðn fyrir neðan mig, — hvergi sést hús, vegur né ak- urblettur. Ég fer ósjálfrátt að skyggnast eftir stað, þar sem unnt væri að nauðlenda. Það er áreiðanlega ekki gott að nauð- lenda á þessum slóðum. Mýri væri ekki sem verst, og það er nóg af þeim. En benzíngeymarn- ir myndu áreiðanlega springa. Ég væri heppinn, ef það kvikn- aði ekki í vélinni. Ef ég hefði fallhlíf! En það er þýðingarlaust að óska þess, sem ég hef ekki. Ég get hvort eð er ekki haft alla hluti með- ferðis. Og þó liði mér betur, ef ég hefði fallhlíf . . . * Skyndilega fer að þykkna í lofti. I fyrstu eru þetta strjálir skýjabólstrar, en svo dregur upp dökkan og ógnandi bakka í norðri. Eftir vindrákunum á vötnunum að dæma, er vindhrað- inn 40 til 50 mílur á klukku- stund. Það er orðið hvasst. Flug- vélin er enn ofhlaðin, og væng- broddarnir, sem aldrei var ætlað að þola slíkar sviptingar, svigna greinilega. Snögg hviða gæti auðveldlega valdið því, að eitt- hvað brotnaði. Ég spenni á mig öryggisbeltið minnka hraðann í 90 mílur og beygi til austurs, til þess að komast út fyrir storm- svæðið. Þessi krókur kemur mér út af réttri leið. Þegar ég tek stefn- una á haf út, í átt til Nýfundna- lands, dettur mér í hug að úr því sem komið er, geti ég með örlítilli stefnubreytingu flogið beint til Placentaflóans á Ný- fundnalandi. Ég afræð að gera þetta, því að þá get ég flogið yfir borgina St. Johns, og þar verður áreiðanlega einhver til þess að senda skeyti heim og láta vita að ég hafi flogið þar yfir. Flugvallarstarfsmennirnir, sem hjálpuðu mér til að komast á loft í New York, félagar mínir í St. Louis og mennirnir í San Diego, sem smíðuðu Spirit of St. Louis á tveim mánuðum, eiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.