Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 54
52
tJRVAL
92. Það verða 181 dagar í fyrra
misserinu og 184 í því seinna.
Þetta er langt syndaregist-
ur. Og það skortir ekki tilraun-
ir til þess að fá betri kalend-
er. Franska stjómarbyltingin
gerði eina tilraun með tólf 30
daga mánuðum og 5 aukadög-
um. Sunnudagar voru afnumd-
ir og vikan varð 10 dagar, sól-
arhringurinn 10 klukkustundir
með 100 mínútum, skiptum í
100 sekúndur. En eftir nokkur
ár urðu Frakkar leiðir á þessu
og tóku upp gamla lagið.
Seinna reyndi franski heim-
spekingurinn Auguste Comte
að fá árinu skipt í 13 mánuði,
fjögra vikna eða 28 daga. En
hann fékk fáa áhangendur, því
að ekki var hægt að telja í
misserum og ársfjórðungum.
Heimskalenderinn.
Og svo kemur hinn nýi svo-
nefndi heimskalender. Hann á
að hafa 4 ársfjórðunga, hvern
með 91 dag og fyrsti mánuð-
ur hvers ársf jórðungs á að hafa
31 dag en hinir 30 daga. Sein-
asti dagur ársins á hvorki að
vera mánudagur né neinn ann-
ar vikudagur, hann á að kall-
ast heimsdagur og liggja milli
laugardagsins 30. desember og
1. janúar, sem verður alltaf
sunnudagur. Frá sunnudegin-
um 24. des. til sunnudagsins 1.
jan. verður þá 8 daga vika í
staðinn fyrir venjulega 7 daga
viku. Eins verður um hlaupárs-
daginn, sem skjóta á inn 4.
hvert ár, eftir seinasta degi
júnímánaðar.
Þarna kemur strik í reikn-
inginn. I desember verður 31
dagur, og á heimsdeginum fæð-
ast menn líka og deyja, giftast
og flytja búferlum, en verzla
þó ekki, þar sem þetta er helgi-
dagur. Sama er að segja um
hlaupársdaginn í júní. Hag-
skýrslurnar verða að telja þessa
lausu daga með, þær geta ekki
látið svo sem þeir séu ekki til.
Heimskalenderinn vildi í
fyrstu gera páska og hvíta-
sunnu að föstum helgidögum
eins og jólin. En kaþólska
kirkjan féllst ekki á það, að
því er virðist af góðum og gild-
um sögulegum og þjóðfélags-
legum ástæðum, og heimskal-
enderinn hefur að sinni fallið
frá því. Og þá verður lítill
gróði af breyttum kalender.
Tala frídaga í hverjum mánuði
er nú frá 4 til 9 (í marz sum
árin), eftir nýju tillögimum
ættu þeir að vera 4 til 8. Vinnu-
dagar eru nú 22—27 í hverj-
um mánuði, en yrðu 22—26
eftir nýju tillögunum. En svo
ættum við í ofanálag að fá
eina eða tvær 8 daga vikur á
ári og dagurinn eftir morgun-
daginn gæti þá orðið sunnudag-
ur í staðinn fyrir mánudag,
þar sem heimsdagur eða hlaup-
ársdagur kæmi á milli. Og ný
almanök þyrftum við líka að
fá okkur árlega.
Að reyna að leysa óleysan-
lega hnúta er merki um unga