Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 27
AÐ LIFA 1 45° FROSTI
25
ihraðann við það að hann haldi
á sér hita. Þegar hann áir, bæt-
ir hann á sig fötum eftir því
sem þörf gerist.
Saga flugsins á norðurslóðum
greinir frá fjölmörgum slysum,
sem margt má læra af. Nýlega
varð slys á mönnum, sem ég
þekkti. Tveggja hreyfla flugvéi
með fimm manna áhöfn var í
venjulegu könnunarflugi í Al-
aska í febrúarmánuði. Veður var
mjög slæmt og þeir flugu blind-
flug. Stormurinn bar þá af leið
og þeir villtust. í þrjá klukku-
tíma voru þeir á flugi, þangað
til eldsneytið þraut, og þeir
neyddust til að kasta sér út í
fallhlífum. Um nóttina komst
frostið niður í 45° á C. Þrátt fyr-
ir margra vikna leit tókst ekki
að finna flugmennina, en um
sumarið fundust þeir í skógun-
um í suður Yukon. Plugmaður-
inn var eina mílu frá flugvélinni,
sem var næstum óskemmd. Af
dagbók hans mátti ráða, að
hann hafði lifað í viku, kalinn
á höndum og fótum. Þrír aðrir
fundust skammt frá. Frosin lík
þeirra lágu hvert ofan á öðru,
eins og þeir hefðu hniprað sig
saman undir fallhlíf. Þeir höfðu
klætt sig úr skónum. Allir voru
þeir illa klæddir, en þrír neyðar-
eldar höfðu grafið sig djúpt nið-
ur í sífrerann og aðeins skammt
frá var bjálkakofi, sem hefði
getað orðið þeim öllum til bjarg-
ar. Fimmti flugmaðurinn fannst
aldrei.
Ætla má, að þeir hafi látið
undir höfuð leggjast að nota
fyrstu mínúturnar eftir lending-
una til að skýla sér vel fyrir
kuldanum. Þegar kal var komið
í hendur þeirra og fætur, var
það of seint, og þeir lögðust nið-
ur í snjóinn við eldana og frusu
þar í hel.
En ég man líka eftir öðru
tilfelli, þegar flugmaður nauð-
lenti einhvers staðar ofarlega við
Yukonfljótið við svipuð veður-
skilyrði, og komst lífs af. Vikum
saman lifði hann í þessari köldu
auðn, gekk niður frosna ána, frá
einu veiðimannahreysinu til ann-
ars og át hvað eina ætilegt, sem
á vegi hans varð, unz hann kom
að lokum til byggða.
Kal kallast það, þegar húð-
eða holdvefur frýs og deyr.
Læknar greina kal í þrjú stig
eftir því hve slæmt það er, á
sama hátt og brunasár. Kal ger-
ir fyrst vart við sig sem hvítur
dofablettur í húðinni. Á sleða-
ferðum mínum í Grænlandi
fannst mér hentugt að tyggja
tuggugúmmí. Það hélt andlits-
vöðunum á hreyfingu, og þannig
gat ég fundið fyrstu merki um
dofa, sem er undanfari kals.
Ég hef heyrt menn segja, að
gott sé að bera feiti á hörunaið
til varnar kali. Þetta er ekki
rétt, hún eykur jafnvel kalhætt-
una frekar en hitt, og þegar fit-
an kemst í fötin, dregur hún úr
skjólgildi þeirra. Um meðferð á
slæmu kali er það að segja, að
bezt er að þíða það hægt; gam-
alt húsráð, að nudda kalið með