Úrval - 01.12.1953, Page 27

Úrval - 01.12.1953, Page 27
AÐ LIFA 1 45° FROSTI 25 ihraðann við það að hann haldi á sér hita. Þegar hann áir, bæt- ir hann á sig fötum eftir því sem þörf gerist. Saga flugsins á norðurslóðum greinir frá fjölmörgum slysum, sem margt má læra af. Nýlega varð slys á mönnum, sem ég þekkti. Tveggja hreyfla flugvéi með fimm manna áhöfn var í venjulegu könnunarflugi í Al- aska í febrúarmánuði. Veður var mjög slæmt og þeir flugu blind- flug. Stormurinn bar þá af leið og þeir villtust. í þrjá klukku- tíma voru þeir á flugi, þangað til eldsneytið þraut, og þeir neyddust til að kasta sér út í fallhlífum. Um nóttina komst frostið niður í 45° á C. Þrátt fyr- ir margra vikna leit tókst ekki að finna flugmennina, en um sumarið fundust þeir í skógun- um í suður Yukon. Plugmaður- inn var eina mílu frá flugvélinni, sem var næstum óskemmd. Af dagbók hans mátti ráða, að hann hafði lifað í viku, kalinn á höndum og fótum. Þrír aðrir fundust skammt frá. Frosin lík þeirra lágu hvert ofan á öðru, eins og þeir hefðu hniprað sig saman undir fallhlíf. Þeir höfðu klætt sig úr skónum. Allir voru þeir illa klæddir, en þrír neyðar- eldar höfðu grafið sig djúpt nið- ur í sífrerann og aðeins skammt frá var bjálkakofi, sem hefði getað orðið þeim öllum til bjarg- ar. Fimmti flugmaðurinn fannst aldrei. Ætla má, að þeir hafi látið undir höfuð leggjast að nota fyrstu mínúturnar eftir lending- una til að skýla sér vel fyrir kuldanum. Þegar kal var komið í hendur þeirra og fætur, var það of seint, og þeir lögðust nið- ur í snjóinn við eldana og frusu þar í hel. En ég man líka eftir öðru tilfelli, þegar flugmaður nauð- lenti einhvers staðar ofarlega við Yukonfljótið við svipuð veður- skilyrði, og komst lífs af. Vikum saman lifði hann í þessari köldu auðn, gekk niður frosna ána, frá einu veiðimannahreysinu til ann- ars og át hvað eina ætilegt, sem á vegi hans varð, unz hann kom að lokum til byggða. Kal kallast það, þegar húð- eða holdvefur frýs og deyr. Læknar greina kal í þrjú stig eftir því hve slæmt það er, á sama hátt og brunasár. Kal ger- ir fyrst vart við sig sem hvítur dofablettur í húðinni. Á sleða- ferðum mínum í Grænlandi fannst mér hentugt að tyggja tuggugúmmí. Það hélt andlits- vöðunum á hreyfingu, og þannig gat ég fundið fyrstu merki um dofa, sem er undanfari kals. Ég hef heyrt menn segja, að gott sé að bera feiti á hörunaið til varnar kali. Þetta er ekki rétt, hún eykur jafnvel kalhætt- una frekar en hitt, og þegar fit- an kemst í fötin, dregur hún úr skjólgildi þeirra. Um meðferð á slæmu kali er það að segja, að bezt er að þíða það hægt; gam- alt húsráð, að nudda kalið með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.