Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 81

Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 81
SPIRIT OP ST. LOUIS Það hljóta að vera til efnaðir menn, sem þora að leggja í þessa áhættu. Að vísu hafði Fonck höfuðs- maður gert tilraun til að fljúga frá New York til París- ar fyrir fáeinum dögum, og það hafði mistekizt. Stóra Sikorskyvélin hafði ekki náð sér á loft, þegar hún kom á enda f lugbrautarinnar; henni hafði hlekkzt á og tveir af fjög- urra manna áhöfn hennar höfðu farizt. En ef til vill hafði Fonck gert of miklar kröfur til vélarinnar, ofhlaðið hana. Það þarf enga fjóra menn til þess að fljúga flugvél yfir haf- ið. Og blöðin sögðu að flug- mannaklefinn hefði verið klæddur innan með rauðu skinni, að það hefði meira að segja verið rekkja í honum og að flugyélin hefði flutt gjafir til kunningja og vina í Evrópu. Ef takast átti að setja nýtt heimsmet í langflugi, varð að rífa allt það úr flugvélinni, sem óþarft gat talizt og þyngdi hana. Ef mér tekst að ná í Bell- anca-vél, ætla ég að fljúga einn. Ef stjórnklefinn er fóðr- aður að innan, ríf ég fóðrið úr honum áður en ég legg af stað. Eg ætla að hafa með mér gúmmíbát og dálítið af vatni. Seinna þetta sama septemb- erkvöld árið 1926, þegar ég er að hátta í Chicago, er ég enn gagntekinn af þessari stórkost- legu ákvörðun minni. 7» Daginn eftir flýg ég aftur suður til St. Louis, og meðan ég er á leiðinni er ég að velta málinu fyrir mér og gera áætl- anir. Hver getur frætt mig um Wright-Bellancavélina ? Hve fljótt er hægt að fá hana keypta, hve mikið eldsneyti getur hún borið, hve mikið kost- ar hún? Ég hef sparað saman nokkur þúsund dollara, en það er ekki nema brot af því sem Bellancavél kostar. Hvemig skipuleggur maður svona fyrir- tæki? Hvernig aflaði Byrd fjár til heimskautsfarar sinnar? Nokkrir kaupsýslumenn í St. Louis hafa lært að fljúga. Meðal þeirra er Earl Thompson. Ég hef veitt honum dálitla til- sögn. Mér er óhætt að segja Thompson frá fyrirætlun minni. Hann hlustar áreiðanlega á mig. Og hann veit að ég get flogið. Ég hringi til hans á morgun og bið um viðtal. „Hverskonar flugvél ætlið þér að nota í þetta flug, höfuðs- maður?“ Earl Thompson hefur boðið mér að vera kvöldstund hjá sér til þess að ræða fyrirætlun mína. „Ég býst við að Wright- Bellancavél myndi takast það,“ sagði ég. „En Wright-Bellanca er land- flugvél og hún hefur aðeins einn hreyfil, er það ekki?“ Rödd hans er áhyggjufull. „Þér eruð þó ekki að hugsa um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.