Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 26
24
T7RVAL
heima í vetrarkuldunum, því að
jafnvel heimsókn til nágranna
krefst klæðnaðar, sem nægja
mundi pólarfara. Flestir bílar
eru í húsi, en þeir sem í gangi
eru skrönglast áfram á gadd-
freðnum hjólbörðum og fjöðr-
um og með svo stíft stýri af
stirðnaðri smurningsolíu, að
varla er hægt að bifa því. Ung
hjón, sem eitt sinn voru að aka
heim í slíkum kulda, frusu næst-
um í hel, þegar hreyfillinn í bíln-
um stanzaði í útjaðri Fairbanks.
Ég minnist þess þegar lyfja-
búðin í Fairbanks brann í 45°
frosti og bunan úr slöngum
slökkviliðsins fraus áður en hún
komst í eldinn. I svipuðu veðri
ók maður nokkrar mílur út fyr-
ir bæinn til að taka myndir. Hann
gekk spölkorn frá bílnum til að
taka myndir og í bakaleiðinni
fann hann til kulda á fótunum.
Honum gekk illa að koma bíln-
um í gang, og áður en hann
komst heim, var hann orðinn
kalinn á báðum fótum, og varð
að taka af honum nokkrar tær.
Hann hafði verið í venjulegum
leðurklossum, sem ekki er nægi-
legur fótabúnaður, ef frostið er
meira en 30°.
Ef ekki væri hin fjölmörgu
vandamál, sem kuldinn skapar,
væri lífið í heimsskautalöndun-
um tiltölulega auðvelt. En kuld-
inn getur lamað öll vélknúin far-
artæki, lokað höfnum, sprengt
vatnsleiðslur og fryst vatnsból.
Frárennsli húsa verður vanda-
mál, sem setur þéttbýli þröng:
takmörk.
Hús og byggingar skemmast
fyrir áhrif sífrerans í jörðinni.
Ljósmyndavélar og önnur mek-
anísk tæki stirðna, filmur verða
stökkar og geta brotnað. Skot-
vopn verða ónothæf, ef þau eru
ekki vandlega hreinsuð og smurð
með feiti, og gúmmí verður eins
brothætt og gler. Margskonar
iðnrekstur utan húss verður að-
hætta.
En fyrst og fremst er það þ6
líkami mannsins, sem kuldinn
leikur grátt. Hann frystir hör-
und og hold og drepur vefi, bít-
ur í nasir og breytir tárum r
ísnálar. Rakinn frá vitunum sezt
sem hrím á andlit og föt. Augna-
lokin frjósa saman, svo að erfitt
getur reynzt að opna þau. Bráð-
hættulegt getur verið að taka
á málmi. Yfirleitt er margs að
gæta og margar hættur, sem
fylgja kuldanum.
Mjög varhugavert er að svitna
í miklum kuldum. Einu sinni
þegar ég var í Grænlandi, var
ég að elta hundana mína, sem
séð höfðu ísbjörn og tekið á rás
á eftir honum. Ég var klæddur
loðskinnsúlpu og rennsvitnaði æ
hlaupunum. Skyrtan mín gegn-
vöknaði og eftir að ég var setzt-
ur á sleðann, gaddfraus hún.
Það er því nauðsynlegt að læra
að klæða sig þannig, að ekki
sé hætta á að maður svitni.
Reyndur ferðamaður byrjar
venjulega ferð sína tiltölulega
léttklæddur og miðar göngu-