Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 75
Kyntáknið
MARILYN MONROE
Grein úr „Verden Idag“,
eftir Ellis Whitfield.
Ibók sinni Sálfrœði kynlífsins
skrifar Havelock Ellis: „Það
sem frá sjónarmiði mannsins er
fallegt í náttúrunni, er alltaf
með einhverjum hætti tengt eða
háð kynlífinu“. Þessi orð Ellis
eiga auðvitað við fuglinn sem
lokkar maka sinn, hinar lit-
skrúðugu fjaðrir páfuglssteggs-
ins eða tindrandi augu ástfang-
innar stúlku o. s. frv. Þegar
hann setti fram þessa skoðun,
grunaði hann ekki, að hún
mundi verða notuð til að selja
hálsbindi, sígarettur og rak-
sápu. Hann gat heldur ekki
hugsað sér samfélag þar sem
milljónum manna finnst það
meira eggjandi að horfa á mynd
af hálfnakinni konu en að faðma
eiginkonu sína. Ellis dó 1939 í
hárri elli. Hann sá aldrei Mari-
lyn Monroe almanaltið.
Síðan þetta almanak kom á
markaðinn í fyrravor hafa áhrif
Marilyn Monroe farið jafneyð-
andi eldi um vitund (að við ekki
Það getur tæpast hafa farið fram-
hjá mörg'um, að stór og litskrúðug
mánaðatöl hafa á undanförnum árum.
prýtt veggi í mörgnm skrifstofum
landsins. Öllum þessum mánaðartöl-
um er það sameiginlegt, að á þeim
eru myndir af léttklæddu kvenfólki
í ýmiskonar stellingum. Hafa ýmis
íslenzk fyrirtæki sent viðskiptavin-
um sinum þennan nýársglaðning.
Myndaspjöld þessi eru fengin frá
Ameríku, en þar hafa þau um nokk—
urt skeið verið mikið útbreidd. Nýj-
asta útgáfan þar er Marilyn Monroe
almanakið og hefur það að sögn far-
ið eldi um landið.
Marilyn þessi er kvikmjmdaleik-
kona og mun hún vera nokkurnveg-
inn eins léttklædd á almanakinu og
unnt er að vera. Marilyn Monroe
og tíðarandi sá sem hún er tákn
fyrir, er umræðuefni meðfylgjandi
greinar.
segjum undirvitund) Ameríku-
manna og kjarnorkusprengjan
um Nagasaki. Marilyn Monroe
er í dagblöðum og tímaritum
kölluð „logandi farandkyndill“,
„sprengjufall" o. s. frv. I einu