Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 46

Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 46
44 TJRVAL, Homo Sapiens tegund, er síðar greindist í þrjá meginþætti: hvíta menn, negra og mongóla. En það er ekki aðeins vegna útlitsins, að Chenchúar verða að teljast óvenju frumstæður kynþáttur. Lifnaðarhættir þeirra minna einnig mjög á lifnaðarhætti steinaldarmanna. íhaldssemi, sem hvorki sál- fræðingar né þjóðfræðingar hafa getað gefið fullnægjandi skýringu á, hefur haldið þeim frá því að tileinka sér uppfinn- ingar hinna betur upplýstu ná- granna sinna. Chenchúarnir stunda hvorki akuryrkju né kvikfjárrækt. Þó að þeir tali nú télegu-vakliö, mállýzku hinna indversku nágranna sinna, og séu kunnugir bændamenningu þeirra, líta þeir niður á lifn- aðarhætti þeirra og lifa sjálfir eins og þeir hafa gert frá ómuna tíð, á rótum og ávöxt- um frumskógarins, af þeirri villibráð sem þeir geta lagt að velli með bogum sínum og örvum og af hunangi villtra býflugna. Við köllum fólk á þessu menningarstigi safnara, enda er söfnun ætilegra róta og rót- arhnýða meginþátturinn í fæðu- öflun Chenchúanna. Á hverj- um morgni má sjá konur og karla á leið út í frumskóginn með gröfur og körfur. Tímum saman sitja þau á hækjum sínum og grafa rótarhnýði upp úr hinum harða og seiga frumskógajarðvegi. Á vissum tímum ársins verða villiávext- ir og villiber skógarins full- þroska og þá er auðveldara að fylla matarkörfurnar; en alla- jafna er eftirtekja dagsins ekki meiri en nægir til matar þann dag, og algengt er að Chen- chúi vakni að morgni án þess að eiga málungi matar. Mest af tíma Chenchúans fer í að afla daglegrar fæðu. Slíkir búskaparhættir veita mönnum ekki tækifæri til að sérhæfa sig í einstökum störfum, enda er engin efnahagsleg stéttastkipt- ing meðal þessa fólks. Hvorki dugnaður við tilbúning verkfæra né glöggskyggni og reynsla í að setja niður deilur geta los- að mann undan því að sinna daglegum störfum við söfmm róta, jurta, ávaxta og berja. Á sumum tímum árs er gnægð ætilegra ávaxta, ferskra jurta og sætra berja. En þess- ir dagar allsnægta eru fáir, og á hinu langa þurrkatímabili sölnar allur gróður og blaðlaus trén veita enga vernd gegn brennheitri sólinni, og flestar lindir og vatnsból þorna. Á þessum árstíma taka flestir Chenchúar sig upp og flytja niður að Áisfwa-fljótinu þar sem þeir setjast að í smáhóp- um, 4—5 fjölskyldur í hóp, og lifa vikum saman á gróðurlaus- um bökkum fljótsins. Til þess að fá sem fullkomn- asta vitneskju um líf þessa fólks varð ég að taka þátt í þessum árlegu flutningum, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.