Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 35
GETTJM VIÐ SKAPAÐ LlF?
leið í genunum) raðað í tveggja
spora sívafninga (spírala). Eftir
þeim fara atóm hinna ýmsu
frumefna fram hjá hvert öðru á
leið sinni upp og niður. Þegar
rétt atóm mætast, sameinast þau,
og böndin sem tengja þau, eru
vetnisatóm. Ef ég má koma með
samlíkingu, þá eru sívafningarn-
ir eins og færibönd í verksmiðju,
þar sem réttar (kemiskar) rær
og skrúfur koma saman, en
„rærnar og skrúfumar eru ekki
öll vélin“, eins og kunnur vís-
Indamaður komst að orði.
Svo að þótt efnafræðingarnir
gætu raðað hinum þekktu efnum
í D.N.A. í rétta röð, myndu þeir
enn vera f jarri því ,,líkani“ sem
er lífið sjálft — hve fjarri,
treysti ég mér ekki til að segja.
Eggjahvítuefni hafa verið bú-
in til efnafræðilega. Fyrir sex
árum bjó dr. Robert B. Wood-
ward við Harvard háskóla til
silki og skinn á efnafræðilegan
hátt. Úr amínósýrum bjó hann
til tæran vökva, álíka þykkan
•og gúmkvoðu. Hann setti hann
i lyfjasprautu og þrýsti honum
út úr nálinni. Það sem út kom
var silkiþráður — ekki rayon
húið til úr tré eða nylon búið til
Ar kolum, heldur nákvæmlega
eins silki og silkiormurinn býr
til. Hann strauk úr vökvanum á
glerplötu og himnan, sem hann
myndaði, var nákvæmlega eins
og skinn.
En Woodward hafði ekki búið
til líf. Eggjahvítuefni hans end-
umýjaði sig ekki, tímgaðist ekki.
33
Það var (og er) ekki annað en
sérstök amínósýrublanda.
Imyndið yður, að efnafræð-
ingur sæti við ritvél og ætlaði að
skrifa: „Ég er að búa til líf“,
en útkoman yrði: „Bétal ótíl
re fa gú“. Ef við hugsum okkur,
að amínósýrumar séu stafirnir,
þá eru gervieggjahvítuefnin
hans Woodward álíka f jarri hinu
mikla söguljóði sem er lífið
sjálft og útkoman á ritvélablað-
inu er frá hinni réttu setningu.
Sem stendur eru efnafræðing-
arnir ekki betur settir en skyn-
laus api, sem settur væri við
ritvél og sagt að hamra á hana
þangað til útkoman verði, sam-
kvæmt lögmáli sennileikans, ná-
kvæmlega rétt skrifað leikrit
eftir Shakespeare.
Það er að segja, ef við hugs-
um okkur „líf“ eitthvað það sem
almennt er kallað „lifandi“ —
svo sem blóm, skelfisk eða ung-
bam.
Ég spurði prófessor einn hvað
hann teldi hann þyrfti að gera
til þess að hann gæti sagt, að
hann hefði skapað „líf“.
„Ég mundi segja að ég hefði
skapað líf, þegar ég hefði í hendi
mér tilraunaglas með blöndu af
amínósýrum, sem ég hefði gert
úr frumefnum sínum — ekki líf-
rænum efnum. Út í hana bætti
ég síðan methan (mýragasi),
ammoníaki, vetni, vatni, fosföt-
um og ef til vill súrefni. Þegar
þetta kæmi saman við, myndað-
ist froða á yfirborðinu. Ég tæki
síðan froðuna og léti hana í ann-