Úrval - 01.12.1953, Síða 35

Úrval - 01.12.1953, Síða 35
GETTJM VIÐ SKAPAÐ LlF? leið í genunum) raðað í tveggja spora sívafninga (spírala). Eftir þeim fara atóm hinna ýmsu frumefna fram hjá hvert öðru á leið sinni upp og niður. Þegar rétt atóm mætast, sameinast þau, og böndin sem tengja þau, eru vetnisatóm. Ef ég má koma með samlíkingu, þá eru sívafningarn- ir eins og færibönd í verksmiðju, þar sem réttar (kemiskar) rær og skrúfur koma saman, en „rærnar og skrúfumar eru ekki öll vélin“, eins og kunnur vís- Indamaður komst að orði. Svo að þótt efnafræðingarnir gætu raðað hinum þekktu efnum í D.N.A. í rétta röð, myndu þeir enn vera f jarri því ,,líkani“ sem er lífið sjálft — hve fjarri, treysti ég mér ekki til að segja. Eggjahvítuefni hafa verið bú- in til efnafræðilega. Fyrir sex árum bjó dr. Robert B. Wood- ward við Harvard háskóla til silki og skinn á efnafræðilegan hátt. Úr amínósýrum bjó hann til tæran vökva, álíka þykkan •og gúmkvoðu. Hann setti hann i lyfjasprautu og þrýsti honum út úr nálinni. Það sem út kom var silkiþráður — ekki rayon húið til úr tré eða nylon búið til Ar kolum, heldur nákvæmlega eins silki og silkiormurinn býr til. Hann strauk úr vökvanum á glerplötu og himnan, sem hann myndaði, var nákvæmlega eins og skinn. En Woodward hafði ekki búið til líf. Eggjahvítuefni hans end- umýjaði sig ekki, tímgaðist ekki. 33 Það var (og er) ekki annað en sérstök amínósýrublanda. Imyndið yður, að efnafræð- ingur sæti við ritvél og ætlaði að skrifa: „Ég er að búa til líf“, en útkoman yrði: „Bétal ótíl re fa gú“. Ef við hugsum okkur, að amínósýrumar séu stafirnir, þá eru gervieggjahvítuefnin hans Woodward álíka f jarri hinu mikla söguljóði sem er lífið sjálft og útkoman á ritvélablað- inu er frá hinni réttu setningu. Sem stendur eru efnafræðing- arnir ekki betur settir en skyn- laus api, sem settur væri við ritvél og sagt að hamra á hana þangað til útkoman verði, sam- kvæmt lögmáli sennileikans, ná- kvæmlega rétt skrifað leikrit eftir Shakespeare. Það er að segja, ef við hugs- um okkur „líf“ eitthvað það sem almennt er kallað „lifandi“ — svo sem blóm, skelfisk eða ung- bam. Ég spurði prófessor einn hvað hann teldi hann þyrfti að gera til þess að hann gæti sagt, að hann hefði skapað „líf“. „Ég mundi segja að ég hefði skapað líf, þegar ég hefði í hendi mér tilraunaglas með blöndu af amínósýrum, sem ég hefði gert úr frumefnum sínum — ekki líf- rænum efnum. Út í hana bætti ég síðan methan (mýragasi), ammoníaki, vetni, vatni, fosföt- um og ef til vill súrefni. Þegar þetta kæmi saman við, myndað- ist froða á yfirborðinu. Ég tæki síðan froðuna og léti hana í ann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.