Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL
hvenær menn fara að finna á
sér, eftir eitt eða fleiri staup,
mjög undir ímyndun komið.
Maður, sem trúir því, að hann
verði fljótt fullur, finnur það
líka von bráðar að svo sé.
Að drykkjumaður hafi ,,van-
izt“ áfengi getur verið að miklu
eða mestu leyti sálrænt. Hann
æfist í að hafa hemil á augljós-
um áhrifum og bæta upp á-
galla. Afengisrannsóknarstofn-
un Yale-háskóla bar samanáhrif
af hóflegri áfengisneyzlu á tvo
flokka, það sem annarsvegar
voru vanadrykkjumenn en hins-
vegar menn, sem aðeins drukku
endrum og eins, og, lítið. Seinni
flokkurinn sýndi venjuleg ,,á-
hrif“ (óstöðugan gang, hávaða
o. s. frv.) en drykkjumennimir
sýndust nær alveg ófullir. En
þeir sýndu sig að vera alveg
jafnt miður sín og hinir óvönu
við tilraunir um flýti vöðva-
svara, sjón og heyrnarskerpu,
þreifiskynjun, fingraleikni o. fl.
Þeir voru aðeins ,,sjóaðir“.
Reglulegt lífeðlislegt þol gegn
áfengi er mótstaða heilatauga-
kerfisins móti hinum sljóvgandi
áhrifum. Tilraunir hafa sýnt
aðeins sáralítinn muni manna að
þessu leyti.
Vísindalegar staðreyndir er
þá hægt að taka þannig saman:
Mikil og stöðug áfengisnautn
hefur í, för með sér— auk þjóð-
félagslegs, efnahagslegs og sið-
ferðilegs skipbrots — alvarlegar
og varanlegar líkamsskemmdir,
aðallega vegna næringarskorts
og efnaskiptatruflana. Engar
sannanir eru fyrir því, að lítil
eða hófleg áfengisnautn sé skað-
leg. Lítill áfengisskammtur get-
ur aukið vellíðan gamalla sjúkl-
inga. Hann getur líka aukið
matarlyst og minnkað spenn-
ing og firtni. Áfengi hef-
ur ekki mikil áhrif á eðlilegan
blóðþrýsting, en hindrar,það að
þrýstingurinn vaxi vegna kvíða.
Áfengið örvar vissulega ekki
hugsunina, en getur létt af á-
hyggjum. Vafalaust er það
vegna þessarar huggunar í dag-
legu striti og geðshræringum, að
hófleg áfengisnautn hefur tíðk-
azt um þúsundir ára.
G. Th. þýddi.
Góð kaup.
Stór vefnaðarvöruverzlun auglýsti hundrað kvenhatta með
miklum afslætti, og hattadeildin fylltist strax um morguninn
Meðan ösin var sem allra mest, ruddist kona að búðarborðinu
með hatt í annarri hendinni og peningaseðil í hinni.
„Ég þarf ekkert utan um hann," sagði hún „ég set hann á mig.“
„En viljið þér ekki fá utan um gamla hattinn yðar?“ spurði
afgreiðslustúlkan.
„Nei, þakka yður fyrir, ég þarf þess ekki, ég er búin að selja
hann,“ svaraði konan. — Verden Idag.