Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 25
MEÐAL VILLIMANNA 1 HOLLYWOOD
23
ense Powdermaker dregur upp
af stærstu kvikmyndaframleið-
endum hins vestræna heims.
Undantekningar eru auðvitað til
— hún nefnir nokkrar — fram-
leiðendur sem hafa kosið að
sækja móti straumnum, þótt það
hafi oft kostað þá miklar per-
sónulegar fórnir. Og það eru
þeir, sem einkum hafa orðið
fyrir barðinu á óamerísku nefnd-
inni að undanförnu, af því að
þeir hafa þorað að halda fram
sjálfstæðum skoðunum og fram-
leitt „hættulegar“ kvikmyndir.
Að þær myndir, sem gerðar eru
í anda Hollywoodstefnunnar
muni kannski áður en lýkur
reynast hættulegri þeim heimi,
sem í guðs nafni hefur verið
kallaður hinn frjálsi heimur,
vilja menn ekki heyra minnzt á.
Það eru ýms vandamál, sem þeir
eiga við að etja, er verða —
Að lifa í 45 frosti.
Úr bókinni ,,North“,
eftir Kaarc Bodahl, lækni.
Kaare Rodahl er sérfræðingur í
öllu þvi er snertir læknis- og heil-
hrigðismál i heimskautalöndunum,
starfsmaður við norsku pólarstofn-
unina og kennari við háskólann í
Osló. t mörg ár hefur hann verið
þátttakandi í norskum, sænskum og
dönskum heimskautaleiðangrum. 1
síðari heimsstyrjöldinni stökk hann
31 sinni út úr flugvél með fallhiíf.
Seinna tók hann þátt í rannsóknum
bandariska flughersins meðal Eski-
móa og hvítra manna í Alaska. Árið
1952 var hann þátttakandi í leiðangri,
sem kom upp flugbækistöð á isnum
norður af Kanada.
ERKIÓVINUR mannsins á
norðurslóðum er kuldinn.
Þegar frostið er komið niður í
35° á C. fer mönnum að verða
erfitt um allar athafnir úti við.
Fyrir neðan 35 eða 40° er orðið
lítt lífvænlegt. Dýralíf er að
mestu drepið í dróma. Og í 45°
frosti er útivist að heita má úti-
lokuð nema með miklum viðbún-
aði. I borg eins og Fairbanks,
sem er í miðju Alaska (á svip-
aðri breiddargráðu og Reykja-
vík) halda menn sig að mestu