Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 109
SPIRIT OP ST. LOUIS
107
og steingirðingura, mjóir vegir
með grónum moldarveggjum á
báðar hliðar bugðast milli akr-
anna og hér og þar eru lítil þorp.
Hvernig getur bóndi lifað af
svona litlu landi ? Hann er varla
kominn af stað með plóginn,
þegar hann þarf að snúa við.
Nýtízku landbúnaðarvélum verð-
ur ekki komið við hér. Hundrað
svona akrar eru samanlagðir
eins og einn hveitiakur í Kansas.
En það var frá slíkum bænda-
býlum og þorpum eins og þess-
um, sem Englendingar komu til
að byrja nýtt líf í Ameríku. Fólk-
ið þarna niðri er börn þeirra,
sem eftir urðu heima, og við-
halda hinni fornu arfleifð. Ég er
barn þeirra, sem fóru — og kem
nú fljúgandi þrem kynslóðum
síðar. Flestir af forfeðrum móð-
ur minnar komu frá Englandi.
Ég lækka flugið niður í 500
feta hæð. Fólk lítur upp, þegar
ég flýg yfir. Hvað hugsar það
þegar það sér flugvél mína ? Veit
nokkur, að ég hef flogið þvert
yfir Atlantshafið ?
Ég get ekki vanizt hinurn
stuttu vegalengdum í gamla
heiminum. Það eru aðeins 20
mínútur síðan ég kom að At-
lantshafsströnd Cornwall, og nú
er ég kominn að Ermarsundi —
dökk strandlínan markar komu
hafsins að nýju. Strönd Frakk-
lands er klukkustundar flug
fram undan.
Frá Start Point í Englandi
til Cape de la, Hague á Frakk-
landi eru 85 mílur. Áður fyrr
mundi ég hafa byrjað 85 mílna
flug yfir sjó í landflugvél með
beyg í brjósti. Slíkt flug hefði
virzt áhættusamt. 1 kvöld er
þetta aðeins síðasti spottinn af
fluginu til Parísar.
Skip af öllum stærðum — frá
fiskibátum til stórra hafskipa —
eru eins og svartir dílar um all-
an sjó, svo langt sem augað sér.
En hve farþegarnir, sem njóta
öryggis og þæginda um borð í
þessum stóru skipum vita lítið
um loftið og hafið! Það sér eng-
inn loftið, fyrr en hann hefur
horft upp til stjarnanna í leit að
öryggi. Það finnur enginn til
þess, fyrr en hann hefur verið
skekinn af vindum þess. I aug-
um farþeganna þarna niðri er
kvöldhíminninn aðeins heiður og
fagur; hvemig geta þeir vitað,
að hann er bogabrú til Frakk-
lands og Parísar?
Landræma, um tíu mílna löng,
birtist við sjóndeildarhringinn
—■ það er Cape de la Hague.
Strönd Frakklcmds! Hún kemur
eins og útrétt hönd á móti mér,
glóandi í kvöldsólinni.
Ég hef fyrstur manna flogið
í einum áfanga milli meginlanda
Ameríku og Evrópu.
Hvað á ég að gera, fyrst eftir
að ég hef lent á Le Bourget?
Fyrst verð ég auðvitað að koma
Spirit of St. Louis í flugskýli.
Svo sendi ég skeyti heim og til-
greini lendingartímann. Flug-
hraðinn mun verða öllum heima
undrunarefni, — ég verð