Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 83
SPIRIT OP ST. LOUIS
81
Mér er ljóst, að ég verð að
ná tali af framleiðendum
Wrightvélarinnar. Þegar ég
hef fengið nákvæmar upplýs-
ingar um hvers flugvélin er
megnug, stend ég betur að vígi.
En ég má engan tíma missa.
Það eru fleiri en ég, sem ætla
að verða fyrstir að fljúga frá
New York til Parísar í einum
áfanga. Byrd hefur nýlega
skýrt frá því, að hann ætli að
taka þátt í kapphlaupinu. Það
verður hörð keppni. Og svo eru
það þeir Nungesser og Coli,
sem segjast ætla að vinna Or-
teigverðlaunin með því að fljúga
frá austri til vesturs. Ef ég
flýti mér ekki, endar þetta fyr-
irtæki mitt eins og það byrjaði
— sem draumur.
En hvernig kemst ég í sam-
band við Wrightfélagið ? Eg
þekki engan þar. Svona stór
fyrirtæki fá svo mikið af bréf-
um, að það er ekki víst að
bréfi frá mér yrði svarað.
Sennilega væri betra að senda
símskeyti. En hversvegna ekki
að síma til Wrightfélagsins
alla leið frá St. Louis? Það
mundi líklega kosta eina 5
dollara, en það gæti borgað
sig.
En áður en ég fer að heim-
sækja Wrightverksmiðjuna,
verð ég að fá mér ný föt — föt
sem gera mig virðulegri og
vænlegri til áhrifa. Ég hef átt
gömlu, bláu fötin mín frá því
ég var í skóla; þau eru orðin
snjáð og slitin, og þau fóru mér
aldrei vel. Ég verð að vera í
einhverju skárra þegar ég fer
að ræða við forstjóra Wright-
verksmiðjunnar. Ég þarf líka
að fá mér hatt og frakka.
Allir dugandi kaupsýslumenn
sem ég þekki, eru með hatt og
í frakka.
*
Nýju fötin mín og nýja
taskan kosta yfir 100 dollara,
og ég sé eftir peningunum, af
því ég verð ekki hóti betri
flugmaður þó að ég hafi keypt
þetta. En eins og á stendur,
varð ekki hjá því komizt.
Ég hringi í landssímann og
fæ samband við Wrightverk-
smiðjuna.
Ég segi við stúlkuna sem
svarar, að ég óski eftir að tala
við einhvem af fulltrúunum —
það er varðandi viðskipti.
„Bíðið augnablik."
Næst kemur karlmaður í
símann.
„Ég tala frá St. Louis,“
segi ég. „Ég heiti Charles
Lindbergh. Ég er umboðsmað-
ur nokkurra manna hér sem
hafa áhuga á að kaupa flugvél
með Atlantshafsflug fyrir aug-
um. Mig langar til að ræða við
yður um Bellancavélina og ég
þarf líka að fá upplýsingar um
hreyflana sem þið framleiðið.
Hvenær væri hentugast að ég
kæmi ?“
„Sögðust þér tala frá St.
Louis?“
„Já.“
Honum þykir þetta allmerki-