Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
snjó, er varhugavert og getur
leitt til aukinna skemmda í vef j-
um.
Næst kuldanum er skammdeg-
ismyrkrið ef til vill versti óvin-
ur mannsins á norðurslóðum.
Hin sálrænu áhrif skammdegis-
myrkursins, sem einungis er rof-
ið af bleikfölri birtu tunglsins,
stjamanna og norðurljósanna,
eru mönnum erfiðari raun en
kuldinn og hið líkamlega erfiði.
Sumir menn tala of mikið,
aðrir of lítið, og margir verða
undarlegir í háttum í skamm-
deginu. Ég þekki tvo menn, sem
ekki töluðu orð saman í tvær
vikur, þó að engir aðrir væru
til að tala við. Að jafnaði er
betra að vera einn á varðstöð
þar nyrðra, því að þá fær dag-
leg sýslan manni nóg að hugsa
um. Auk þess getur maður þá
hagað sér eftir eigin þörfum;
sofið, þegar maður er þreyttur,
etið, þegar maður er svangur og
unnið þegar manni bezt hentar.
Er frá líður, fer maður að hugsa
upphátt og tala við sjálfan sig.
Og því fylgir sá mikli kostur,
að manni er aldrei andmælt!
Heimskautsnóttinni hættir til
að draga fram miður æskilega
þætti í fari manna. Duttlungar,
afbrýðisemi, tortryggni, sjálfs-
hyggja, eigingirni, firtni og
bráðlyndi hafa tíðum leitt til al-
varlegra árekstra. Einu sinni
kom það fyrir á Svalbarða, að
maður skaut yfirmann sinn til
bana, einungis af því að hann
hafði ávítað hann. Á útvarpsstöð
í Grænlandi sá ég loftskeyta-
mann elta einn af félögum sínum
með hníf á lofti, en hann slapp
með því að fela sig undir borði.
Þeir höfðu orðið ósáttir yfir
glasi af öli.
Margir heimskautafarar hafa
lýst ýmsum myndum hins
svonefnda „umskiptingsæðis“
(transitional madness). Eskimói
verður allt í einu óður, hleypur
út í buskann æpandi og öskr-
andi, en kemur að vörmu spori
aftur rólegur og eins og ekkert
hefði komið fyrir. Sjálfur hef
ég aldrei orðið vitni að þessu
fyrirbrigði, en ég hef kynnzt
nokkrum Eskimóum, sem hafa.
orðið gripnir þessu „umskipt-
ingsæði“.
Próf.
Ung stúlka sótti um stöðu í stóru fyrirtæki og átti af því
tilefni að ganga undir próf. Ein spumingin var þessi: Maður
kaupir sér skó fyrir kr. 35,25 og selur þá fyrir 31,75. Græðir
hann eða tapar á þeim viðskiptum?
Unga stúlkan velti þessu vandamáli lengi fyrir sér. Loks
svaraði hún: ,,Hann græðir á aurunum, en tapar á krónunum."
— T. v. í „Det Bedste".