Úrval - 01.12.1953, Side 28

Úrval - 01.12.1953, Side 28
26 ÚRVAL snjó, er varhugavert og getur leitt til aukinna skemmda í vef j- um. Næst kuldanum er skammdeg- ismyrkrið ef til vill versti óvin- ur mannsins á norðurslóðum. Hin sálrænu áhrif skammdegis- myrkursins, sem einungis er rof- ið af bleikfölri birtu tunglsins, stjamanna og norðurljósanna, eru mönnum erfiðari raun en kuldinn og hið líkamlega erfiði. Sumir menn tala of mikið, aðrir of lítið, og margir verða undarlegir í háttum í skamm- deginu. Ég þekki tvo menn, sem ekki töluðu orð saman í tvær vikur, þó að engir aðrir væru til að tala við. Að jafnaði er betra að vera einn á varðstöð þar nyrðra, því að þá fær dag- leg sýslan manni nóg að hugsa um. Auk þess getur maður þá hagað sér eftir eigin þörfum; sofið, þegar maður er þreyttur, etið, þegar maður er svangur og unnið þegar manni bezt hentar. Er frá líður, fer maður að hugsa upphátt og tala við sjálfan sig. Og því fylgir sá mikli kostur, að manni er aldrei andmælt! Heimskautsnóttinni hættir til að draga fram miður æskilega þætti í fari manna. Duttlungar, afbrýðisemi, tortryggni, sjálfs- hyggja, eigingirni, firtni og bráðlyndi hafa tíðum leitt til al- varlegra árekstra. Einu sinni kom það fyrir á Svalbarða, að maður skaut yfirmann sinn til bana, einungis af því að hann hafði ávítað hann. Á útvarpsstöð í Grænlandi sá ég loftskeyta- mann elta einn af félögum sínum með hníf á lofti, en hann slapp með því að fela sig undir borði. Þeir höfðu orðið ósáttir yfir glasi af öli. Margir heimskautafarar hafa lýst ýmsum myndum hins svonefnda „umskiptingsæðis“ (transitional madness). Eskimói verður allt í einu óður, hleypur út í buskann æpandi og öskr- andi, en kemur að vörmu spori aftur rólegur og eins og ekkert hefði komið fyrir. Sjálfur hef ég aldrei orðið vitni að þessu fyrirbrigði, en ég hef kynnzt nokkrum Eskimóum, sem hafa. orðið gripnir þessu „umskipt- ingsæði“. Próf. Ung stúlka sótti um stöðu í stóru fyrirtæki og átti af því tilefni að ganga undir próf. Ein spumingin var þessi: Maður kaupir sér skó fyrir kr. 35,25 og selur þá fyrir 31,75. Græðir hann eða tapar á þeim viðskiptum? Unga stúlkan velti þessu vandamáli lengi fyrir sér. Loks svaraði hún: ,,Hann græðir á aurunum, en tapar á krónunum." — T. v. í „Det Bedste".
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.