Úrval - 01.12.1953, Page 26

Úrval - 01.12.1953, Page 26
24 T7RVAL heima í vetrarkuldunum, því að jafnvel heimsókn til nágranna krefst klæðnaðar, sem nægja mundi pólarfara. Flestir bílar eru í húsi, en þeir sem í gangi eru skrönglast áfram á gadd- freðnum hjólbörðum og fjöðr- um og með svo stíft stýri af stirðnaðri smurningsolíu, að varla er hægt að bifa því. Ung hjón, sem eitt sinn voru að aka heim í slíkum kulda, frusu næst- um í hel, þegar hreyfillinn í bíln- um stanzaði í útjaðri Fairbanks. Ég minnist þess þegar lyfja- búðin í Fairbanks brann í 45° frosti og bunan úr slöngum slökkviliðsins fraus áður en hún komst í eldinn. I svipuðu veðri ók maður nokkrar mílur út fyr- ir bæinn til að taka myndir. Hann gekk spölkorn frá bílnum til að taka myndir og í bakaleiðinni fann hann til kulda á fótunum. Honum gekk illa að koma bíln- um í gang, og áður en hann komst heim, var hann orðinn kalinn á báðum fótum, og varð að taka af honum nokkrar tær. Hann hafði verið í venjulegum leðurklossum, sem ekki er nægi- legur fótabúnaður, ef frostið er meira en 30°. Ef ekki væri hin fjölmörgu vandamál, sem kuldinn skapar, væri lífið í heimsskautalöndun- um tiltölulega auðvelt. En kuld- inn getur lamað öll vélknúin far- artæki, lokað höfnum, sprengt vatnsleiðslur og fryst vatnsból. Frárennsli húsa verður vanda- mál, sem setur þéttbýli þröng: takmörk. Hús og byggingar skemmast fyrir áhrif sífrerans í jörðinni. Ljósmyndavélar og önnur mek- anísk tæki stirðna, filmur verða stökkar og geta brotnað. Skot- vopn verða ónothæf, ef þau eru ekki vandlega hreinsuð og smurð með feiti, og gúmmí verður eins brothætt og gler. Margskonar iðnrekstur utan húss verður að- hætta. En fyrst og fremst er það þ6 líkami mannsins, sem kuldinn leikur grátt. Hann frystir hör- und og hold og drepur vefi, bít- ur í nasir og breytir tárum r ísnálar. Rakinn frá vitunum sezt sem hrím á andlit og föt. Augna- lokin frjósa saman, svo að erfitt getur reynzt að opna þau. Bráð- hættulegt getur verið að taka á málmi. Yfirleitt er margs að gæta og margar hættur, sem fylgja kuldanum. Mjög varhugavert er að svitna í miklum kuldum. Einu sinni þegar ég var í Grænlandi, var ég að elta hundana mína, sem séð höfðu ísbjörn og tekið á rás á eftir honum. Ég var klæddur loðskinnsúlpu og rennsvitnaði æ hlaupunum. Skyrtan mín gegn- vöknaði og eftir að ég var setzt- ur á sleðann, gaddfraus hún. Það er því nauðsynlegt að læra að klæða sig þannig, að ekki sé hætta á að maður svitni. Reyndur ferðamaður byrjar venjulega ferð sína tiltölulega léttklæddur og miðar göngu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.