Úrval - 01.12.1953, Page 81
SPIRIT OP ST. LOUIS
Það hljóta að vera til efnaðir
menn, sem þora að leggja í
þessa áhættu.
Að vísu hafði Fonck höfuðs-
maður gert tilraun til að
fljúga frá New York til París-
ar fyrir fáeinum dögum, og
það hafði mistekizt. Stóra
Sikorskyvélin hafði ekki náð
sér á loft, þegar hún kom á
enda f lugbrautarinnar; henni
hafði hlekkzt á og tveir af fjög-
urra manna áhöfn hennar
höfðu farizt. En ef til vill hafði
Fonck gert of miklar kröfur
til vélarinnar, ofhlaðið hana.
Það þarf enga fjóra menn til
þess að fljúga flugvél yfir haf-
ið. Og blöðin sögðu að flug-
mannaklefinn hefði verið
klæddur innan með rauðu
skinni, að það hefði meira að
segja verið rekkja í honum og
að flugyélin hefði flutt gjafir
til kunningja og vina í Evrópu.
Ef takast átti að setja nýtt
heimsmet í langflugi, varð að
rífa allt það úr flugvélinni, sem
óþarft gat talizt og þyngdi
hana.
Ef mér tekst að ná í Bell-
anca-vél, ætla ég að fljúga
einn. Ef stjórnklefinn er fóðr-
aður að innan, ríf ég fóðrið úr
honum áður en ég legg af stað.
Eg ætla að hafa með mér
gúmmíbát og dálítið af vatni.
Seinna þetta sama septemb-
erkvöld árið 1926, þegar ég er
að hátta í Chicago, er ég enn
gagntekinn af þessari stórkost-
legu ákvörðun minni.
7»
Daginn eftir flýg ég aftur
suður til St. Louis, og meðan
ég er á leiðinni er ég að velta
málinu fyrir mér og gera áætl-
anir. Hver getur frætt mig um
Wright-Bellancavélina ? Hve
fljótt er hægt að fá hana
keypta, hve mikið eldsneyti
getur hún borið, hve mikið kost-
ar hún? Ég hef sparað saman
nokkur þúsund dollara, en það
er ekki nema brot af því sem
Bellancavél kostar. Hvemig
skipuleggur maður svona fyrir-
tæki? Hvernig aflaði Byrd fjár
til heimskautsfarar sinnar?
Nokkrir kaupsýslumenn í St.
Louis hafa lært að fljúga.
Meðal þeirra er Earl Thompson.
Ég hef veitt honum dálitla til-
sögn. Mér er óhætt að segja
Thompson frá fyrirætlun minni.
Hann hlustar áreiðanlega á
mig. Og hann veit að ég get
flogið. Ég hringi til hans á
morgun og bið um viðtal.
„Hverskonar flugvél ætlið þér
að nota í þetta flug, höfuðs-
maður?“
Earl Thompson hefur boðið
mér að vera kvöldstund hjá sér
til þess að ræða fyrirætlun
mína.
„Ég býst við að Wright-
Bellancavél myndi takast það,“
sagði ég.
„En Wright-Bellanca er land-
flugvél og hún hefur aðeins
einn hreyfil, er það ekki?“
Rödd hans er áhyggjufull. „Þér
eruð þó ekki að hugsa um að