Úrval - 01.12.1953, Síða 95
SPIRIT OF ST. LOUIS
93
árum áður. Undir eins og faðir
minn var nógu gamall til að
bera byssu var það hlutverk
hans að sjá fjölskyldunni fyrir
kjöti.
Faðir minn kenndi mér að
veiða, en það var afi minn sem
fyrstur gaf mér riffil, þegar ég
var sex ára, en Charles frændi
minn kenndi mér að skjóta í
mark í kjallaranum. Pabba
fannst ég of ungur til að bera
byssu, en árið eftir gaf hann
mér marghleypu, sem hann
hafði skotið með innbrotsþjóf.
Sjö ára gamlan lét hann mig
ganga á eftir sér með hlaðna
byssu, öxi fékk hann mér undir
eins og ég var nógu sterkur til
að getað sveiflað henni, og tólf
ára gamlan lét hann mig aka
Fordbílnum sínum hvert á land
sem var. Hann lét sig aldur
minn engu skipta. Ég naut al-
gers frelsis. Á móti krafðist
hann ábyrgðartilfinningar af
minni hálfu.
*
Það er auðn fyrir neðan mig,
— hvergi sést hús, vegur né ak-
urblettur. Ég fer ósjálfrátt að
skyggnast eftir stað, þar sem
unnt væri að nauðlenda. Það er
áreiðanlega ekki gott að nauð-
lenda á þessum slóðum. Mýri
væri ekki sem verst, og það er
nóg af þeim. En benzíngeymarn-
ir myndu áreiðanlega springa.
Ég væri heppinn, ef það kvikn-
aði ekki í vélinni.
Ef ég hefði fallhlíf! En það
er þýðingarlaust að óska þess,
sem ég hef ekki. Ég get hvort
eð er ekki haft alla hluti með-
ferðis. Og þó liði mér betur, ef
ég hefði fallhlíf . . .
*
Skyndilega fer að þykkna í
lofti. I fyrstu eru þetta strjálir
skýjabólstrar, en svo dregur upp
dökkan og ógnandi bakka í
norðri. Eftir vindrákunum á
vötnunum að dæma, er vindhrað-
inn 40 til 50 mílur á klukku-
stund. Það er orðið hvasst. Flug-
vélin er enn ofhlaðin, og væng-
broddarnir, sem aldrei var ætlað
að þola slíkar sviptingar, svigna
greinilega. Snögg hviða gæti
auðveldlega valdið því, að eitt-
hvað brotnaði. Ég spenni á mig
öryggisbeltið minnka hraðann í
90 mílur og beygi til austurs,
til þess að komast út fyrir storm-
svæðið.
Þessi krókur kemur mér út af
réttri leið. Þegar ég tek stefn-
una á haf út, í átt til Nýfundna-
lands, dettur mér í hug að úr
því sem komið er, geti ég með
örlítilli stefnubreytingu flogið
beint til Placentaflóans á Ný-
fundnalandi. Ég afræð að gera
þetta, því að þá get ég flogið
yfir borgina St. Johns, og þar
verður áreiðanlega einhver til
þess að senda skeyti heim og láta
vita að ég hafi flogið þar yfir.
Flugvallarstarfsmennirnir,
sem hjálpuðu mér til að komast
á loft í New York, félagar mínir
í St. Louis og mennirnir í San
Diego, sem smíðuðu Spirit of
St. Louis á tveim mánuðum, eiga