Úrval - 01.12.1953, Síða 29
Öruggasta leiðin til jákvæðrar
niðurstöðu og samkomulags:
STAÐRE YNDIRNAR FYRST!
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir Stuart Chase.
Askrifborðinu mínu stendur
skráð kjörorð, sem einn vin-
ur minn gaf mér: „Skynsamir
menn verða alltaf sammála, ef
peir vita hvað peir eru að tala
um.“ Bertrand Russel komst
að svipaðri niðurstöðu þegar
hann sagði, að tilfinningar okk-
ar breyttust í öfugu hlutfalli við
þekkingu okkar á staðreyndum
— því minna sem við vitum, því
æstari verðum við.
Sem dæmi um það hvernig
staðreyndir geta jafnað deilur,
notar kennari einn í Washing-
ton, sem kennir í námsflokkum
fyrir fullorðna, þá aðferð að
láta nemendur sína ganga undir
sérstakt próf. Hann fær hverjum
nemanda lítið hvítt pappaspjald,
sem hefur verið vætt í sérstöku
kemisku efni. Hann biður þá að
tyggja spjaldið og segja sér
hvemig það sé á bragðið — sætt,
súrt, beiskt eða bragðlaust.
Nemendurnir eru brátt byrj-
aðir að tyggja, alvarlegir og
hugsandi á svip. Einn réttir upp
höndina: „Það er sætt!“ Annar:
„Hvaða vitleysa, það er súrt!“
Þriðji: „Ykkur skjátlast báðum,
það er alveg bragðlaust!" Brátt
eru allri nemendurnir komnir í
háa rifrildi út af bragðinu.
Kennarinn útnefnir þá full-
trúa fyrir hvern bragðhóp. En
nefndin kemst ekki að neinni
niðurstöðu, hver heldur stíft
fram sinni skoðun. „Málþófið
og deilurnar minna mig á fundi
í nefndum Sameinuðu þjóð-
anna,“ segir kennarinn, „þar
sem stjórnmálamennirnir eru að
reyna að jafna deilumálin í
heiminum."
Þegar allt er komið í strand,
ber kennarinn í borðið — hann
þarf stundum að berja býsna
fast — og skýrir hinar vísinda-
legu staðreyndir málsins. Kem-
iska efnið, sem spjöldin voru
vætt í, hefur ólík áhrif á bragð-
taugar manna, og virðist sem
svörun manna sé arfgeng. Þrír
af hverjum tíu, að meðaltali,
finna ekkert bragð af því, en
hinir sjö finna ýmist sætt, súrt
eða beiskt bragð.
Bregður nú svo við, að þras
og deilur þagna. Persónulegar
ásakanir um ósannsögli, þráa og
þrætugirni hljóðna. Staðreynd-
4*