Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 14

Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 14
12 ÚRVAL byggðu eins og óðir menn — frá skynsamlegu landkrabba- sjónarmiði. Þetta var á verstu krepputímunum. Öll línurit bentu niður á við — nema línu- ritin í skipabyggingaáætlun norskra útgerðarmanna, þau vísuðu upp á við! Og þeir fengu staðfest það sjónarmið, sem nú er orðið sígilt: Þaö borgar sig að byggja á Jcrepputímum! Þeg- ar síðari heimsstyrjöldin brauzt út, var norski verzlunarflotinn vel búinn til þátttöku í henni. Meðan landið var hersetið gat verzlunarflotinn háð stríð sitt frjáls og óháður. Quisling sendi út hvatningu til norskra skipa að hverfa heim, og hafði jafn- framt í hótunum. Ekki eitt ein- asta skip hlýddi. Svo hófst þátt- taka norska verzlunarflotans í heimstyrjöldinni undir sameig- inlegri stjórn, sem fékk nafnið Northraship. Hlutdeild hans í sigrinum mun seint fyrnast. f tvö ár samfleytt fluttu norsk olíuflutningaskip meira en helminginn af öllu benzíni og olíu, sem England þarfnaðist til styrjaldarrekstursins. Við höfum þegar séð hvern- ig norskum útgerðarfélögum hefur tekizt að byggja upp flot- ann eftir styrjöldina. Þeir hafa á sama tíma haft góðar tekjur, sem þeir hafa getað lagt í æ stærri og betri skip. Fyrir styrj- öldina voru stærstu olíuflutn- ingaskip 16.000 rúmlestir, en nú þykir ekki mikið þótt byggð séu 32.000 rúmlesta skip. Að sjálfsögðu hefur allur þessi mikli floti ekki verið byggður fyrir eigið fé útgerð- arinnar. Þurft hefur að taka stór lán. Og kom sér þá vel fyrir norska reiðara, að þeir hafa um langan aldur notið álits og trausts. Skipasmíðastöðvar sækjast eftir að smíða skip fyr- ir þá menn og þau lönd, sem kunna að reka siglingar. Norsk- ir sjómenn og útgerðarmenn hafa orð fyrir að kunna til verks síns, og þessi orðstír á ekki hvað minnstan þátt í vexti norska kaupskipaflotans eftir stríðið. Erfiðleikar eru auðvitað nægi- legir: hömlur á skipabygging- um, háir skattar o. fl. En mestu erfiðleikarnir eru skortur á sjó- mönnum. Þó að Norðmenn séu yfirleitt enn fúsir til að fara í siglingar, hefur reynzt mjög erfitt að fá mannafla á öll nýju skipin. 36.000 karlmenn og 2000 konur vinna nú um borð í norskum skipum. Af þeim eru milli 12 og 15% útlendingar. Það er mikið áhyggjuefni norskra útgerðarmanna, og þó enn meira sú staðreynd, að ófáir norskir sjómenn kjósa heldur að sigla á útlendum skipum. Öfl- ug viðleitni er nú hafin til að fá unga Norðmenn á kaupskipa- flotann, einkum hefur verið lögð áherzla á að reka áróður fyrir siglingum í norðlægari héruðum landsins, en segja má, að það séu einu héruð landsins þar sem hægt er að tala um atvinnuleysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.