Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 42
40
■ctrval
gráklæddur til Varennes:
Hinn kjörni þjóðhöfðingi: og
mun valda stormi, eldi, blóði,
skurði.
Takið eftir: það stóð 230 ár-
um áður — ekki síðar. Bókin
kom út 1558 — nákvæmlega
234 árum fyrir hina misheppn-
uðu flóttatilraun Lúðvíks 16. Til
þess að lesandinn rengi ekki
þýðinguna, skal hér birtur frum-
textinn, eins og hann er í bók-
inni:
De nuict viendra par la forest
de Reines,
Deux pars, vaultorte, Herna la
pierre blanche,
Le moyne noir en gris dedans
Varennes:
Eslau Cap. cause tempeste,
feu, sang, tranche.
Orðið vaultorte í annarri línu
er samsett úr vaulx (dalur) og
torte (hlykkjóttur, ósléttur).
Herne er feluorð (anagram),
gert úr bókstöfum orðsins reine
(drottning) — en samkvæmt
þeirra tíma reglum um feluorð
mátti skipta um einn — en að-
eins einn — bókstaf í orðinu.
Hér er H í stað I. Á sama hátt
er noir feluorð orðsins roi (kon-
ungur).
En nú mun lesandinn segja:
Það er lítill vandi að fá rétta
merkingu í þetta þegar umsnúa
má orðunum eftir vild. Látum
svo vera. En þrátt fyrir það
er ýmislegt, sem ekki verður
gengið framhjá: Augljóst er„
að um er að ræða nætur(öku)-
ferð gegnum skóg, tvær giftar
manneskjur (án efa merkisper-
sónur — annars mundi þeirra
tæpast getið), borgina Varennes
(sem hvorki fyrr né síðar er
getið í mannkynssögunni), kjör-
inn þjóðhöfðingja (Lúðvík 16.
var fyrsti konungur Frakk-
sem ekki var konungur ,,af guðs
náð“, heldur kjörinn af stjórn-
inni), og eld, blóð og skurð.
Skurður er á frönskunni tran-
che. Það er dramatískt orð. Það
er eins og það beri með sér þyt-
inn í fallöxinni . . .
I öðru erindi stendur, að þeg-
ar konungurinn komi aftur til
Tuilieriehallarinnar muni mann.
fjöldinn knýja hann til að bera
hina rauðu húfu byltingarinnar.
Og erindinu lýkur þannig: ,,Un
trahyr sera tittre / Narbon: &
Saulce par quratauts avons
d’huille" — sem orðrétt þvðir:
„Svikari mun verða nefndur /
Narbon: og frá Saulce höfum
vér olíu í ,,kvartilum“. Saulce
er þeirra tíma réttritun á Sauce.
Og Sauce kaupmaður seldi olíu
í kvartilum. Um orðið Narbon
er það að segja, að greifinn af
Narbonne var hermálaráðherra
Lúðvíks 16. — og sat á svikráð-
um við byltinguna.
*
En lesandanum mun nú vera
farinn að leika hugur á að fá
eitthvað að vita um manninn,
sem skrifaði þessa merkilegu
spádóma. Hann hét Nostradam-